Skírnir - 01.01.1878, Blaðsíða 153
SVÍÞJÓÐ 0£ NOREGUR
153
t. a. m. vera ástatt um Gönguhrólf; það sje nafn tveggja manna,
en Gönguhrólfur eöa „Rollo“, sem vann Normandi, hafi veriS af
dönsku kyni og eigi norsku. þessu hefir G. Storm i sínu riti
vísaS harðlega af hendi1.
Bæði í Sviþjóð og Noregi eru hófsemdar- og bindindisfjelög,
og hjá Svíum eru sumir enna göfugustu manna forstjórar hóf-
semdar fjelaga (t. d. Hamilton greifi), Bindindisfjelög Norðmanna
hjeldu í fyrra aðalfund (í júli, á Kragerö) og var þar talið, að
( þeim væru 10,000 manna. þaS sögðu og skýrslur manna,
að brennivíns drykkja færi mínkandi — og sama er sagt í
Svíþjóð —, en í staðinn drekka rnenn „bayverskt11 öl, og er
þab mun óskaðvænna.
Nóttina milli 12. og 13. desember eyddist lítill kaupstaður
við þrándheimsfjörð, sem Levanger heitir, svo af eldi, að þar
stóðu aS eins eptir 23 hús af 136.
Róstur og uppþot í borgum eru sjaldgæf tíSindi á NorSur-
löndum, en þó urSu i vor þau friSspell í Kristjaníu og stóSu
svo í 4 daga (12.—15. apríl), aS herliS varS aS halda vörS á
strætum og dreifa flokkunum. ‘þaS voru verkamenn viS járn-
brautir, sem byrjuSu þær óspektir og veittust aS húsi eins
inanns, sem Onsum heitir, einskonar yfirliSi borgaraliSsins, þvi
þeir höfSu heyrt, aS hann hefSi hleypt niSur vinnulaunum
þeirra, sem unnu í hans verkstöðum. þó þetta væri ósatt,
flaug sú fregn um borgina, og slógust þá fleiri og fleiri í leikinn,
og varb steinkast úr á sumum stöðum. þrjátíu manns urðu
tcknir og settir í varðbald, en þess er ekki getiS, aS fólk
hefði meiSzt eBa skaddazt til neinna muna i þeim uslagangi.
Mannalát. (Af Svíum:) 22. maí (í fyrra) andaBist
P. F. Wahlberg (f. 19. júní 1800), grasa- og náttúrufræSingur,
') Norðmenn ern og hafa lengi verið enir ötulustu að gefa út fornrit,
íslensk og norsk, og bæta enar eldri útgáfur. 1 fyrra kom 9. bindið
á prent af Diplomatarium Norvegicum (eptir Unger og Huitfeldt),
og 2. bindið af Heilagra manna sögur, eptir Unger. G. Storm
gaf út Pátt Sigur'bar Hranasonar í jafnhliða máli eða dálkum
eptir hverri fornbókinni fyrir sig.