Skírnir - 01.01.1878, Blaðsíða 156
156
AMERÍKA.
valdsmenn hafi eigi veriS vandari a? atferli sínu enn hinir, a0
minnsta kosti hva8 brögSin snerti, og a9 sumir forrnstumenn í
þeirra flokki (t. d. einn af ráöherrunum í Washington) hafi
keypt raenn til ab falsa kjörskýrslur á sumum stöSum. Sem
vita mátti ur8u slíkar uppgötvanir a8 miklu umtalsefni á þing-
inu og f blöSunum, og lý®valdsmenn fengu því framgengt, aS
nefnd var sett á ný að ranusaka þessi misferli, og um tíma
uggSu menn, at þetta myndi draga til, a8 kosning Hayes yr8i
lýst ógild. Að þvi kom þó ekki, og fulltrúadeildin fjellst á
þá uppástungu í vor (þingmanns fra Illinois, sem Burchard
bcitir) meS miklum atkvæ8afjölda, a8 kosninguna skyldi ekki mcga
vjefengja og hún skyldi óhögguÖ standa. A8 ári fara nýjar
kosningar fram til sambandsþingsins, og menn efast ekki um,
aö lýSvaldsmönnnm vegni betur enn hinum, og þykir því sýnt,
hvernig fara muni um næstu forsetakosningu. Annars hefir
Hayes gert sjer mesta far um aS vera sem óhlutdrægastur, og
alstaðar haldib þar í hemilinn á síns flokks mönnum, er honum
þótti, ab þeir vilja beita hina ófríki.
Af þinginu í Washington er þa0 aÖ segja, aÖ flest mál
hafa í þess síöustu setu (henni lokiö 18. júní) oröiö aö lok-
leysu; og hefir þó nóg veriö upp boriÖ, ef þaÖ er satt, sem
sagt er, aö nýmæla talan eöa frumvörpin hafi farið fram úr
4000 (!). A seinustu árura hefir peningamálið (seðla fækkun og
takmörkun) valdið miklum þingdeildum, en nú gengu þau lög
fram á þinginu, að silfurpeninga skyldi móta á ný og þeim
veitt gjaldgengi ásamt gullpeningum, sem fyr hefir verið. I
öldungadeildinni hafa þjóðvaldsmenn enn allmikla yfirburði, en
hinir nokkra þegar fulltrúadeildinni, og þaö er ósamþykki deild-
anna, sem hefir valdið því, að málin bafa ekki náð fram að
ganga. Eitt af því, sem fram á var farið, var fjölgun hersins.
1870 var lögtekið, aö her Bandaríkjanna skyldi vera 30 þúsundir
manna, 1873 var honum hleypt niður i 25,000, og sá afli
enn niinkaður um 2,500 1876. Stjórnin þóttist komin að raun
um, að þetta væri of lítið lið fyrir svo fjölmennt og víðlent
ríki, þó því skyldi eigi til annars varið, enn hersetu í kastöl-
um, griöagæzlu hjer og hvar, og til viðlaga eöa á varðstöðvum,