Skírnir - 01.01.1878, Blaðsíða 58
58
ENGLAND.
kulda, en laudsbyggjar hefðu ekki getaS veitt þeim noina björg
óárans vegna, því þeir hefSu sjálfir orSiS a8 lifa vib sclskinn.
þeir hefSu saumaS húSir utan um likin og grafiS þau þar, sem
komiS var, og lagt hjá þeim niSur ymsar bœkur. I sumar
ætlar Barrey ab ráSast þangaS norSur mefe styrk ymsra manna
i New York, en stjórn Breta hefir heitiS þeim ærnum verfelaunum
— 20 þúsundum sterlingspunda — sem finnur og færir henni
skjöl (skipsskjöl og dagbækur) Franklíns.
Af stórkostlegri mannsköSum skal tveggja geta, annars á
landi en hins á sjó. Hjerumbil IV2 mílu vegar frá Glasgow eru
kolanámur á staS, sem Upper Bantyre heitir. 22. október
kviknaSi |af beru ljósi) i brenniloptinu niSri í námugöngunum,
en þá voru 233 menn þar niSri, sumir ofarlega, en flestir lengst
niBri — 130 —155 faSma fyrir neSan svörS. þaS var um
dagmál, aB ógurlegur hvellur heyrSist langar leifeir, en upp úr
göngunum gaus mold, grjót og viSir í strokum sem úr eldgjá.
þeim varB bjargaS þegar, er efst voru staddir, en þeir voru
ekki fleiri enn 22 aS tölu. Tveir af þeim dóu daginn á eptir.
Margar ötullegar tilraunir voru gerSar til aS bjarga hinum,
sem neBar voru, en þær urSu allar til ónýtis. — SkipskaSinn
var sá, aB einu herskipi Englendinga hvolfdi í vor i kafaldsbyl
rjett fyrir sunnan Wigth snnnudaginn 24. marz. SkipiB var
seglfreigáta og haft til aS kenna ungum sjóliSsmönnum og for-
ingjaefnum herþjónustu á sjó. þaS sökk undireins og því hafSi
kastaS á hliBina, þvi sjórinn fjell inn um fallbyssnaopin. SkipiB
kom frá Vestureyjum (Barbados), og má hjer um segja, aS
„margur drukknar nærri landi“ , er skipverjar voru komnir í
landsýn og hlökkuBu til heimkoraunnar eptir langa útivist, en
af 300 manns varB aS eins þremur borgiS af skipi, sem sigldi
þar um rjett á eptir. Einn af þeim var annar foringi skipsins,
og dó skömmu síSar, hinir voru báSir úr skipssveina tölu.
Af nafnkenndum mönnum, sem hafa látizt sífean í fyrra,
nefnum vjer David Urquhart. Hann dó í Nizza í lok maímán-
aBar (í fyrra) 72 ára að aldri. þessum manni er svo lýst, aS
hann hafi verife miklu andans atgerfi búinn, en svo ákaflyndur
og einrænn, aS mönnum þótti, sem órar kæmu á hann, þegar