Skírnir - 01.01.1878, Blaðsíða 13
ÓFRIÐURINN.
13
SkarSiS er hátt upp að sækja, og þar sem þaS er hæst, er
fell allhátt, eSa jafnhátt tindunum umhverfis. Hjer er því gott
vígi búiS og á því höfSu Rússar gert virki, sem þeir kölluSu
Nikulúskastala. Fyrir neSan skarSiS sySra megin er bærinn
Sjipka (þ. e. Blómabær) og hingaS kom Súleiman meS liS sitt
19. ágúst. Næsta dag sótti hann upp í skarSiS og kannaSi stöðv-
ar Rússa. þeir höfSu 7,000 manna fyrir í skarSinu meS 60
fallbyssum, og höfSu hlaSiS eigi færri enn 25 víggaröa, viS þaS
sem áímr var, fyrir höfuSstöS sinni. Fyrir því liSi var framan
af sá bershöfSingi, er Sólótoff heitir. Súleiman hefir grunaS,
aS hjer mundi talsvert hljóta aS ganga í súginn, og sótti upp til
móts viS Rússa meS 40,000 manna. Tyrkir runnu á vígin meS
fádæma harSfylgi, og hjer mátti meS sanni segja, aS hvorugir
hirti um lif nje dauSa. Rússar ljetu hvergi þokast undan, og
þann dag gerSu Tyrkir þeim 10 atrennur, hverja annari ákafari
og grimmilegri. Um kveldiS eptir síSasta áhlaupiS hafSi Tyrkj-
um tekizt aS nema stöS í fremstu skotmannagröfum Rússa. Tvo
dagana næstu stóS hildarleikurinn meS sömu býsnum og fyr. Sú-
leiman Ijet iiS sitt sækja fram beggja vegna fram hjá höfuSstöS
Rússa, og náSu Tyrkir þá meS mestu þrautum aS koma fall-
byssum upp í hlíSar fellanna á báSar hendur viS miSfelliS. Úr
þessum eldgígum riSu gosin niSur á vígisstöSvar Rússa, en um
leiS sóttu Tyrkir fram eptir kvosunum báSum megin. Hjer var
viSureignin hin mannskæSasta í beggja liSi, en sökum aflamunar
tókst Tyrkjum aS komast norSurúr kvosunum beggja vegna þann
23. ágúst. Rjett í því bili, er þeir tóku aS kreppa fylkingar-
armana aS fellinu norSan megin, kom hálfdeild (brigade) af
RússaliSi aS norSan, og rann hún þegar til atvígis á framraSir
Tyrkjahersins. Hjer varS ógurlegt mannfall af hvorumtveggju, og
lauk þeirri hríS viS þaS, aS Rússar urSu aS hopa aptur áSur
þeir næSi aS komast til hinna, er stóSu í sjálfri vígstöSinni.
Tyrkir juku nú sem mest skothríSina frá fellshlíSunum og öSrum
stöSum aS virkjum Rússa, en þeir hurfu nú upp eptir miSfellinu
og ljetu þar flestir fyrirberast hinn síSara hluta dagsins uppi á
ásunum og veittu þaSan andsvör eptir föngum. þess er viS
getiS, aS liS Rússa hefSi eigi fengiS reglulegan miBdegisverS í