Skírnir - 01.01.1878, Blaðsíða 79
FRAKKLAND.
79
því gert keisaradæmið svo glæsilegt í sögu sinni, er hann vildi
að þjóðin hefði dæmi þess til samanburðar við dáðleysi stjórn-
arinnar og heigulskap Loðvíks Filippusar. A milli þess er
hann sat í ráðaneytinu var hann í mótstöðuflokki stjórnarinnar
(Guizots). Konungur ætlaði að setja hann í þriðja sinn fyrir
stjómina, þegar í nauðir rak 1848, en það var þá um seinan
(nóttina 23. febrúar), því uppreisnin var þá byrjuð og vopnin
á lopti á strætum borgarinnar. Hann fylgdi því fast, að Ca-
vaignac fengi alræði — en stóð á móti, er Grévy bar upp, að
þjóSarþingiS skyldi gera hann aS forseta. Hann var í fyrstu
heldur því mebmæltur, aS gera Louis Napóleon aS forseta, því
menn sögSu, aS hann hafi ætlaS hann meinlausara enn hann
var. Á þeim árum hjelt Thiers konungsvinum saman, því
hann grunaSi fljótt hvaS Napóleon hafSi í hyggju, og sagSi opt-
lega viS þá, aS þeir mættu eiga von á nýju keisaradæmi.
Thiers vildi fá prinsinn af Joinville til aS bjóSa sig fram til
forsetakosningarinnar 1852, en Napóleon varS hjer fyrri aS
bragSi og tók keisaratign. Thiers var einn af þeim, sem urSu
aS fara í útlegS, en fjekk bráSum heimkomuleyfi (1853). þegar
honum var lagt þaS heldur til lýta, aS hann hefSi lagt bónleiS
til Napóleons þriSja, varS honura þetta aS svari: „Jeg er of
gamall til aS gerast Póllendingur'". þegar keisaradæmiS
komst í uppgang eptir herförina til Krímeyjar, fór Thiers aS
mýkjast heldur viS Napóleon þriSja, og eptir herförina til Ítalíu
reyndu sumir aS ganga svo á milli, aS keisarinn ljeti leiSast
tilaS breyta um stjórnarhætti sína og setja hann fyrir stjórnina.
þaS vildi Napóleon ekki, því hann uggSi, að Thiers mundi eigi
síSur vilja bera sig ráSum enn fyrrum LoSvík konung. Um
þaS leyti bauS Thiers sig fram til kosningar á þing fyrir eitt
kjördæmiS í París, og komst þangaS þrátt fyrir mótstöSuráS
stjórnarinnar. Hann gekk þar þegar í mótmælaflo.kkinn og
veitti stjórninni hörSustu átölur fyrir þau bönd sem lögS voru
á þegnfrelsiS í öllum greinum, en varð þó enn óvægari og
‘) þ. e. að skilja: lifa útlagi eins og enir landflœmdu Póllendingar,
þreyja ættjörð mína og standa svo í ymsu ráðabrnggi.