Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Side 10
IO
Halldór Hermannsson
sem lá í snjónum hjá honum, og bjóst til varnar eða til
árásar eftir því hvort þörfin krefði. Tannaumirk varð
dauðhræddur og flýtti sjer að segja hinum, að þeir væru
ferðamenn, sem kæmu með friði og hefðu ekkert ilt í
huga. Selveiðamaðurinn gat frá sjer einkerinileg hljóð
hvað éftir annað, og það gerði hann, eftir því sem síðar
kom í Ijós, af því að hann hjelt, að þessi ókunni náungi
væri ef til vill andi, og það er trú þeirra þar, að ef þeir
eru í návist anda og gefi ekki hljóð frá sjer við hvern
andardrátt, þá geri andinn þá mállausa. En annars er
það siður ókunnugra þar að rjetta fram báðar hendurnar
og sýna, að þeir haldi eigi á hníf. Hann fór nú smám-
saman að skilja, hvað Tannaumirk sagði, því að það
reyndist, að mál þessara manna var ekki frábrugðnara
Mackenzie mállýskunni en norska er svensku. ?á nálg-
aðist hann Tannaumirk mjög gætilega og þuklaði um
hann allan, sumpart til þess að fá fullvissu um að hann
hefði engan htrif á sjer, og sumpart til þess að sannfærast
um að hann væri ekki andi, því að andatrúin er hjer rík,
ekki sem »dularfull fyrirbrigði« heldur upp á gamla móð-
inn. Pegar hann hafði fullvissað sig um þetta og að
þessir ferðalangar væru yingjarnir og friðsamir, fór hann
heim í þorpið, og sagði frá komumönnum. Komu þá
allir þorpsbúar á móti gestunum og heilsuðu þeim hver
eftir annan; konurnar voru sjerlega ákafar að gera það
sem fyrst, svo að þær gætu farið heim aftur til að setja
upp pottana. Voru þeir Vilhjálmur leiddir síðan inn í
þorpið og farið með þá sem allra best; vildu allir verða
til að sýna þeim gestrisni. Vilhjálmur gat talað við þá,
því að hann kunni vel Mackenzie mállýskuna.
Aldrei höfðu þessir menn komist fyr í kynni við
hvíta menn, og það var þó ekki fyr en eftir nokkurn
tíma, að þeir komust að raun um, að Vilhjálmur væri
einn af hvítu mönnunum, er þeir höfðu heyrt aðra Eski-