Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Síða 27
Vilhjálmur Stefánsson
27
arlegast þoka í sex daga af hverjum sjö. Vilhjálmur
varö þá og fyrir því siysi að vinda öklann á öðrum fæti
og gat ekki stigið í fótinn lengi, en varð að láta draga
sig á sleða. Hiklaust hjelt hann þó áfram ferðinni. Fór
hann frá Bordensey norður í haf á ísnum og stefndi á
Cape Isachsen á Isachsenslandi, fór því næst þvert yfir
norðurhluta þess og stefndi enn í norðaustur á ísnum uns
fyrir honum varð nýtt land, er hann nefndi Meighensey.
Hún var eyðilegust allra pólarlanda, er hann hafði sjeð,
og þrifust þar ekki hreindýr, en í sjónum voru selir og
fuglar á landi. Sendi hann tvo af fjelögum sínum fyrir
norðurenda eyjarinnar og komust þeir til 8o° 7' norðl.
br. Stefndu þeir þaðan á Hasselsutid milli Ellef og
Amund Ringnæs landa. Á suðausturodda hins síðara
fundu þeir vörðu, er Ameríkumaðurinn Macmillan hafði
reist í apríl sama ár, eu hann kom frá Etah við Smith-
sund. Var þaðan farið suður eftir til Kong Christians-
lands, og hafði Sverdrup sett það á kort sitt sem all-
stórt land, en það reyndist að vera lítil eyja. Eftir
nokkra daga ferð fundu þeir Vilhjálmur ennþá nýtt land
og nefndu það Lougheedseyju; hæðótt var þar og grös-
ugt, en hvorki úlfar nje moskítur og var það minstur
skaði. Var nú komið fram í ágúst og ísinn orðinn nærri
ófær yfirferðar vegna ála; því settust þeir að þar í eyj-
unni í þrjár vikur og höfðu nægju sína af hreindýrum til
matar. í byrjun september fóru þeir yfir til Bordens-
eyjar, og hafði svo verið ráðgert, að þeir sætu þar um
veturinn, uns þeir, er birta færi aftur, gætu lagt þaðan á
stað í könnunarferð enn lengra norður eftir. En alt
þeita fórst fyrir, vegna þess að skipanir Vilhjálms um
vistaflutning þangað frá Melville-eyju höfðu verið sendar
með mönnunum, er skildu við hann á Isachsenslandi og
fara áttu þaðan til Melville-eyjar, en þessir menn komust
í svo mikil vandræði og seinkaði svo mjög, aðallega