Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Síða 29
Vilhjálmur Stefánsson
29
ekki ferðafærir; nú yfirþyrmdi þeim og þeir gátu ekki
haldið áfram, og komst Vilhjálmur skjótt að raun um,
að þeir hefðu skyrbjúg. Um veturinn á Melville-eyju
hafði hann varað þá við að eta ofmikið af vistaforðanum
þar án þess að eta jafnframt allmikið af nýju keti; nú
játuðu þeir, að þeir hefðu óhlýðnast skipun hans, enda
sáust nú afleiðingarnar af því. Pá er Vilhjálmur hafði
komist norðar en nokkru sinni áður, rjeð hann loks af
vegna sjúkleika manna sinna að snúa við, og hraðaði ferð
sinni sem mest hann mátti til Isachsenslands, því að það
var um að gera, að ná í ferskt ket handa hinum veiku
mönnum. Pegar þangað kom, náðu þeir hreindýrum til
matar, og batnaði mönnunum furðu fljótt við að eta
hrátt eða lítið soðið hreindýraket, og um miðjan júní
voru þeir ferðafærir. Hjeldu þeir þá suður eftir meðfram
austurströnd Melville-eyjar og svo suður með henni um
hríð; fóru svo yfir Melville-sund til John Russell Point á
Bankslandi; var það miklum erfiðleikum bundið vegna
hlýviðris. Paðan stefndu þeir svo beint til stöðva sinna
fyrir sunnan Cape Kellett. En þar var köld aðkoma.
Bernard og Thomsen, sem Vilhjálmur hafði sett þar til
yfirstjórnar, höfðu orðið úti á leiðangri, sem þeir af sjálfs-
dáðum tókust á hendur til Melville-eyjar um veturinn, í
þeirri góðu meiningu að koma Vilhjálmi þar til hjálpar.
Skútan »Mary Sachs« hafði verið gerð ósjófær samkvæmt
skipun skipstjórans á »ísbirninum«, sem svo hafði siglt
burt til meginlandsins, en látið tvo menn eftir til þess að
gæta skipsskrokksins. Pað leit því út sem ómögulegt mundi
fyrir Vilhjálm að komast til meginlandsins, fyr en á ísum
næsta vetur. En þá vildi svo vel til, að lítil skúta,
»Challenge«, var þar á flakki; náði Vilhjálmur í hana,
keypti hana og fór með henni suður eftir. »Isbirninum«
hafði ekki gengið ferðin vel og innan skamms náði
»Challenge« honum, og fór þá Vilhjálmur yfir á hann og