Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Page 34
34
Halldór Hermannsson
fundið svo marga góða eiginleika, að sem menn vill
hann ekki setja þá lægra en svo kallað mentað fólk. Pvert
á móti, hann hefur oft fundið hjá þeim trygð, vinfestu og
sómatilfinningu, sem ekki standa að baki þessara eigin-
leika hjá siðuðu þjóðunum, og stundum jafnvel taka þeim
fram. En ekki eru áhrif hvítu mannanna siðbætandi fyrir
Eskimóana; jafnvel kristniboðið hefur þar ekki góð áhrif,
og það er líklega oft betra að treysta heiðnum, óspiltum
Eskimóum en þeim, sem hafa tekið kristna trú. En
ástæðan til þess er, að Eskimóar geta ekki skilið það
sem best er í kristnu trúnni; kristnu kenningarnar
sníða þeir eftir sinni gömlu trú eða hjátrú, eða misskilja
þær með öllu, og eiga trúboðarnir efalaust ekki litla sök
á því, því að þeir þekkja flestir ekkert til hugsunarhátta
Eskimóanna, en reyna bara á einhvern hátt að troða
ínn í þá trúnni eða öllu heldur kreddunum. Verst er
þó, að Eskimóar vilja líkja eftir hvítum mönnum í lifnað-
arháttum, vilja eta þeirra mat, búa í timburhúsum og
klæðast sem þeir. Afleiðingin af því verður, að þeir fá
allskonar sjúkdóma, einkum berklaveiki, og heilir flokkar
þeirra deyja út á tiltölulega skömmum tíma. Klæða-
burður og húsakynni Eskimóanna eru einmitt bygð á
reynslu þeirra í margar aldir, og eru undir kringumstæð-
unum hin haganlegustu að öllu, enda klæddi Vilhjálmur
og fjelagar hans sig á þeirra vísu og bjuggu í snjóhús-
um, þegar þeir gátu, og einmitt þess vegna tókst þeim
ferðalagið svo vel.
Sumir ferðamenn hafa haldið því fram að Eskimóar,
eins og margar aðrar ómentaðar þjóðir, hafi ýmsa eigin-
leika, svo að hvítir menn verði að vera að mörgu leyti
upp á þá komnir á fe-rðalögum þar nyrðra, t. d. að þeir
rati betur og villist síður á áttum. Eetta hyggur Vil-
hjálmur sje ekki rjett; þeir sjeu engu áttvísari en aðrir,.
og með æfingu geti hvítir menn orðið þeim miklu fremrh