Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Blaðsíða 42
Nokkur orð um íslensku vorra tíma.
Paö er ekki ofsögum sagt, að mál vort íslendínga
hefur um hríð verið eftirlætisgoð, að jeg ekki segi átrún-
aðargoð, þjóðarinnar, að minsta kosti allmargra þeirra,
sem framarlega hafa staðið í frelsisbaráttunni. Meðal
þeirra eru og ýmsir, sem hafa farið feti framar, en góðu
hófi gegndi. Svo er það ætíð; altaf eru til einhverjir
þjóðrembíngsmenn, sem aldrei geta hófs gætt, og heldur
vilja svífa uppi í loftinu og í loftköstulum búa, en tylla
tánum á jörðina. Pó er og verður meðalhófið best í því
sem hverju öðru.
Að oss þykir mál vort göfugt og fagurt, er ekki
tiltökumál, sjálfsagður hlutur, en þar eigum vjer sammerkt
við hverja aðra þjóð, sem mentuð má heita. Hverjum
þykir sinn fugl fagur. Og það merkilega er, að hver
þjóð hefur rjett fyrir sjer, alveg afdráttarlaust rjett fyrir
sjer. Göfgi íslenskunnar er sönn, en allar aðrar norrænu-
túngur eru vissulega jafngöfgar, systur eru þær allar, af
sömu frummóðurinni komnar. fó er munur á þeim nokkur,
hvað lángt þær eru komnar áleiðis frá henni. Par er
óhætt að segja, að íslenskan er skemst komin burtu.
Sama túngan og sú er töluð var á 13. öld, að ekki sje
farið lengra aftur í tímann, er nú vor nútíðartúnga ekki,
þegar orðið, þetta >sama«, er skilið svo, sem engar
breytíngar hafi á orðið. Og þó er oft sagt, og sagt ekki
án sjálfstilfinníngar, að túngan sje hin sama.
Pað er þá fyrst að telja, að framburðurinn hefur