Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Side 44
44
Finnur Jónsson
er, hljóta nokkur orð að hverfa, sum að breyta merkíngu
meira eða minna, ný að myndast; alt er breytíngu undir-
orpið, líf manns og hugsunarháttur, nýjir siðir koma upp,
ný verkfæri, nýjar stofnanir — alt eftir þeim framförum
sem verða, og aldrei hafa orðið aðrar eins framfarir og
byltíngar sem á síðustu öld, jafnvel síðustu áratugum.
fað er ljóst, að slíkt hlýtur að hafa hin mestu áhrif á
málið. Nöfn á hlutum og gögnum, sem úreldast og týnast^
hverfa oftast, lifa stundum í talsháttum, og verða þá
einatt torskilin sem von er.
Jeg er viss um, að enginn, sem les sögur og rit frá
fornöld, getur komist hjá því að reka sig á orð og tals-
hætti, sem hann raunar skilur, en hefur ekki sjálfur
hvorki í ræðu nje riti, og hann rekur sig líka á orð, sem
hann finnur að hafa breytt merkíngu sinni — ef til eru
nú, — og loks rekur hann sig stundum á orð, sem hann
skilur als ekki, en kann að ráma í, hvað merkja, af
sambandinu. Maður þarf jafnvel ekki að fara lengra aftur
í tímann en til miðbiks 19. aldar. Taki menn blöðin frá
þeim tíma, t. d. fyrstu árgánga ]?jóðólfs, og beri þá, það
er málið á þeim, saman við málið í blöðunum, eins og
þau gerast nú, mun engum málnæmum manni dyljast,
að ekki einúngis fjöldi orða er nýr, heldur að einhver
annar blær hvílir yfir því, sem nú er ritað.
Eftir að fyrri hluti orðabókarinnar nýju, hans Sig-
fúsar Blöndals, var komin út, datt mjer í hug, að gaman
væri að gera dálítinn samanburð á gamla og nýja málinu.
Orðabókin er svo orðmörg og áreiðanleg, að hana má
telja fulltraustan grundvöll — hins vegar er Fritznérs
orðabók með fornmálinu svo ábyggileg, að hana má nota
til samanburðarins. Orðabók Guðbrands væri líka góð til
þess, en sá er munur á henni og Fritzner, að hún tekur
upp ekki fá orð úr ýngra máiinu, en það gerir hin ekki.
Jeg skal nú reyna að sýna árángurinn af þessum