Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Page 54
54
Finnur Jónsson
heldur hefur og merkíng orða oft breyst eða sveigst til.
Jeg vil ekki fara út í öll þau orð, sem hjer hafa verið
talin, en taka aðeins eitt orð máli mínu til skýríngar.
Orðið band þekkir Fritzner í þessum merkíngum.
x, b. til að binda með alment, líka um fjötra á band-
íngjum, 2, hálsband (sbr. talnaband), 3, skylda (gánga
í bönd ok eið), 4, goðin (í fleirt. bönd, í skáldskap), og
5, í sambandinu: lausn ok band (það að binda). S. Bl.
hefur auðvitað merkínguna 1, 2 (og í sambandi við hana
bæði mittisband og ennisband), 3, 4 aðeins sem (fornt)
skáldskaparorð; en hefur eiginlega ekki neitt, er svari til
5. En svo hefur S. Bl. þar að auki þessar merkíngar:
i, vera á bandi e-s, vinna á sitt band sbr. banda-
lag, sam-band, 2, rák á vatni, 3, (ull)band, sem spunnið
er (ullband sem viðurnefni í fornu máli merkir líklega
aðeins band (ól) úr ull), 4, haft eða takmörkun; tals-
háttur: böndin berast að e-m, 5, beisli (bandbeisli),
6, band á bók, 7, bindi (af riti í mörgum böndum),
8, spyrðuband, 9, baggastærð af heyji, með talshætti:
síga í böndunum, 10, strik milli orðhluta, 11, styttíng
(skammstöfun) í riti, 12, bönd í bát, 13, gjörð á íláti,
14, bönd = selnet og 15, = rás (mállýskuorð). t*etta
er ekki svo fátt, og þó að eitthvað af þessu kunni að
vera fornt t. d. 3, 12 og 13, — í nýnorsku finnast allar
þessar merkíngar (Aasen), — þá eru þó flestar hinar
vafalaust ýngri, og allar vel skiljanlegar sem leiddar af
frummerkíngunni, nema 14.
Petta orð er ágætt dæmi þess, hvernig merkíngar
þróast og gróa og æxlast. Bar í liggur annar aðalvöxtur
málsins og þróun.
Og svo kemur þá aftur sama vandaspurníng: er
málið í fornöld það sama sem nú? Henni er vandsvarað.
Og jeg ætla ekki að svara hjer neinu beinu — en mjer
finst að það sje með málið sem manneskjuna; barnið og