Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Page 59
Úr sögu Garðs og Garðbúa
59
allir þeir stúdentar, sem borðuðu í klaustrinu skyldu búa þar,
en úr því varð þó ekki, og má sjá á ýmsu að tala Garðbúa
hefur fyrstu áratugina ekki farið fram úr 80, en oft kom það
fyrir að Garðbúar tóku yngri kunningja sína til húsnæðis með
sjer, þó yfirvöldin bönnuðu slíkt. í byrjuninni var styrkurinn
veittur til 5 ára, en 1574 ákvað Friðrik IV. að hver stúdent,
sem ekki hefði tekið próf sem baccalaureatus innan þriggja ára
eftir að hann fjekk styrkinn, skyldi víkja þaðan, en annars
dvelja þar 5 ár. Voru samt á næstu áratugum gerðar ýmsar
breytingar á þessu.
Skilyrðin fyrir að fá styrkinn voru auðvitað fyrst og
fremst að menn væru Lúterstrúar og úr ríkjum konungs. þó
var einstöku sinnum veitt undanþága, þannig árið 1661 með
Spánverjann Don Antonio de Sandoval. Fátækir stúdentar
gengu fyrir, en snemma bryddi á að því ákvæði þótti ekki
stranglega fylgt. Á gamlaárskvöld árið 15 80 var slegið upp
skjali á húsdyrum þeirra Christophers Walkendorphs ríkisráðs,
Páls Madsens Sjálandsbiskups og prófessors Andrjesar Laurid-
sens og stóð á því vísan:
»De rige Studenter æde Kongens Kost,
De fattige lide baade Hunger og Frost«').
Kom þetta fyrir eyru konungs, og varð til þess að úr
því var farið að hafa miklu strangara eftirlit með efnahag um-
sækjenda, og ennfremur gæta þess, að aðeins efnilegir stú-
dentar gætu komist að; var einkum gengið ríkt eftir því að
þeir væru vel að sjer í latínu. Fyrst framan af voru það
mest guðfræðingar er styrkinn fengu, og varð illur kurr út úr
því hjá hinum; síðar lagaðist þetta, en þó sjest það að enn
á dögum Holbergs er ástandið ekki betra, en að hann kvart-
ar sárlega yfir því að flestir stúdentar leggi stund á guðfræði,
en hirði lítið um fræðslu hjá þeim kennurum háskólans, sem
önnur vísindi stundi.
A öllu þessu urðu þó smámsaman breytingar. Brátt var
sem sje farið að veita stúdentum, sem sjerstaklega stóð á
fyrir, forrjettindi að styrkuum. Var þetta fyrst gert við ís-
lenska stúdenta eftir skipun Friðriks konungs II. með bijefi
hans 23. dec. 15792). Telur konungur þar nauðsyn til að
*) Ríku stúdentarnir eta kóngsins kost,
þeim fátæku háir bæði hungur og frost.
*) Brjefið er prentað í Engelstofts Universitets og Skole-Annaler,
1810, I, bls. 188 og í Lovsaml. fi Island I, bls. 109.