Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Page 82
Páll Melsteð
82
Vertu nú blessaður og sæll, berðu konu þinni og
frænda kveðju mína og fyrirgefðu þetta auma brjef.
Pinn elskandi bróðir
Páll Melsteð.
IV.
Rv. 28 Okt. 66.
Elskulegi bróðir.
Eg sje að í f’jóðólfi, sem nú á að koma út á morg-
un, stendur dáltil grein úr brjefi af Austfjörðum, sem á
að sýna að J(ón) G(uðmundsson) hafi rjett fyrir sjer í
fjárhagsmálinu, en hinir altso rángt, sem á móti mæla.
Nú minti mig, að Sr. Sig. Gunnarsson hefði talað i
brjefi til mín einhverntíma um þetta efni, og fór eg so
að leita. Eg finn brjef hans frá 29. maí þ. á. til mín,
þar segir svo: »Vel fór að Jón Sigurðsson gat miðlað
svo til i sumri var að stjórnin fekk aptur fjárhagsmálið
svo búið, flestir munu hjer þakka fyrir það — látum það
saltast hjá Dönum — það kynni þá að koma svo annað
sinn að okkur yrði það boðlegt, nú var það eins og
þurr matur óætur — næsta sinn kynni eitthvað að koma
við því. Pví lengur sem það bíður, því fleiri munu sann-
færast um hjer og ytra að Jón gerði harla vel«. Sona
skrifar nú Sr. Sigurður Gunnarsson'og hann er líka »gam-
all og merkur maður á Austfjörðum«. Mjer er annars
grunsamt um faðerni sumra greina í Pjóðólfi, hvað seui
svo fyrir ofan stendur. Og segi eg ekki meira um það.
í þessu sama brjefi sagði Sr. S. mjer að hann hetði
safnað örnefnum þar eystra og borið saman við sög-
urnar, og spurði mig hvað hann ætti við að gjöra. Eg
svaraði því svo, að hann skyldi senda þjer það í Safn til
sögu íslands. Hefir hann gjört það ?
Vertu nú bl. og sæll tuus
Páll Melsteð.