Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Blaðsíða 90
9°
Páll Melsteð
að eg hefi fengið þjóðversku bókina hans Zeuss og
almanakið, sem þú sendir mjer nú seinast, ofan á það
sem komið var — og þakki þjer fyrir trygðina alla við
mig, sem í sannleika hefi ekki verðskuldað svo mikið
gott af þjer. Vertu blessaður fyrir góðvild þína við mig
og alla þá ánægju, sem eg hefi nú af þessu fyr og síð.
»Góðar þykja mjer gjafir þínar« sagði Gunnar, og svo
má eg segja. —
Eg hefi ekkert að senda þjer, en slæðast læt eg
hjer með grafskript yfir eða eptir Guðmund heitinn í
Hlíð í Eystrahrepp. Það er sú einasta grafskript, sem
eg hefi eignast síðan við skildum í fyrra.
Hjeðan er nú fátt að frjetta. Menn lifa við þetta
gamla. Tíðin er ógnarlega votviðrasöm. fið fáið aldrei
regn, segir í ykkar brjefum; við fáum aldrei þurk, segja
okkar brjef. Nyrðra er víst þurara og bjartara en hjer.
Grasvöxtur er hjer góður, sjáfarafli hefir verið góður síð-
an í vor að vertíð byrjaði; en vetrarvertíðin var bálónýt,
og að því býr margur. Eg heyri menn kvarta og kvíða
hallæri og húngri þegar að vetrar. En mjer finst menn
búi engu betur sumir hverjir, þó vel fiskist og verð sje
geypihátt á innlendri vöru og lágt í móti á útlendri. Pað
er eins og vjer sjeum andvaralausir þegar vel gengur, en
sjáum heldur að okkur þegar í móti blæs. Er það ekki
sona fyrir öllum, sem eru reiðinnar börn? Nú er Pjetur
biskup fyrir norðan; en Sr. Ó(lafur) P(álsson) stýrir guðs
kristni hjer syðra; enda lypti þetta undir okkur, so við
urðum ljettir í sessi á Hústjórnarfjelags fundinum síðasta.
Það getur annars vel verið, að þetta verði fjelaginu til
árs og þrifa, því að Halldór er altaf dugandi drengur, þó
ekki sje hann minn vinur.
Hvað segirðu um Jón Ólafsson í Baldri? Hvernig
heldurðu sá piltur verði þegar hann er kominn
þrítugt ?
um