Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Side 99
Brjef til Jóns Sigurðssonar
99
Þetta Procurator gutl tefur mig ótrúlega; eg vildi eg
væri laus við það, og gæti lifað án þess. En það get
eg því miður ekki. Gjöldin eru mörg, en krónurnar fáar.
Lifið þið bæði blessuð og sæl.
Þinn einl. elsk. bróðir
Páll Melsteð.
Ekki gat Halldór Guðmundsson sent nema 38 sögu-
hefti, og munu þau vera með Jónas smið, sem nú siglir
með Díönu.
Athugasemdir.
I. Bls. 75, »veita dönskum manni Strandasýslu«, sjá
Brjef frá Páli Melsteð til Jóns Sigurðssonar Kmhöfn 1913,
bls. 128.
Sama bls. Sveinbjörnsson= Þórður Sveinbjörnsson
dómstjóri í landsyfirdómnum.
Bls. 75—76. Um fund þennan getur P. M. og í næsta
bijefi 18. ág. s. á. sjá Brjef hans til J. S. bls. 87.
II. Bls. 76 sbr. bls. 78, 87 og 90. Kalenderen =
Almanach de Gotha, er J. S. sendi P. M. þetta ár, og síðan
nær á hverju ári til dauðadags.
Bls. 77. íslendingur, stórt hálfsmánaðarblað. P. M.
gaf það út í 3 ár (1860—63) ásamt sex öðrum mönnum.
Benedikt Sveinsson yfirdómari var ábyrgðarmaður þess, en P.
M. og Halldór Kr. Friðriksson önnuðust útgáfu þess og unnu
mest fyrir það. P. M. ritaði 148 greinar í það og þær sum-
ar langar. Hann ritaði allar innlendar frjettir í það og stund-
um útlendar frjettir, þá er engar frjettir komu frá Eiríki Jóns-
syni, sem var frjettaritari þess í Kaupmannahöfn. — Ey-
vindur útilegumaður = Fjalla-Eyvindur. P. M. ritaði
sögu hans og ljet prenta í íslendingi I. ári, dálkur 312 —339
neðanmáls. Áður hafði hann birt þar (i. ár, d. 185 — 200
neðanmáls) »Söguna af Axlar-Birni«, er hann ritaði 1852 eftir
sögnum og munnmælum á Snæfellsnesi. í æfisögu Gísla
Konráðssonar, Rvík 1911 —14 bls. 318 —19 eignar Jóhann
Kristjánsson ranglega Gísla Konráðssyni sögur þessar, og
kemur það af því að G. K. ritaði líka um Axlar-Björn og
7*