Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Blaðsíða 109
Æfisaga Krists
09
fundet). Par eru einnig erfiljóð, er lektor Olaf Han-
sen kvað eftir hann. Bogi Th. Melsteð
Giovanni Papini, Kristi Livs Historie. Oversat ved
mag. art. Knud Ferlov. Kbhavn 1924 (P. Haase & Söns
forlag). 470 bls. Verð 12 kr.
Giovanni Papini er álíka frægt skáld og rithöf-
undur sem d’Annunzio og var einn af máttarstólpum
nýrri skáldskapar ítala. Hann var fútúristi í skáldskap, á
sama hátt sem margir nýmóðins ítalskir málarar eru það
í listaverkum sínum. Hann var ákaflega óbilgjarn á yngri
árum og svæsinn vantrúarmaður, hæddi og smánaði trú
og trúlyndi og var sjerstaklega ofstækisfullur gegn krist-
indóminum. En svo skeði það einn góðan veðurdag,
ekki alls fyrir löngu, að lund hans breyttist algjörlega.
Hann fór að rannsaka sjálfan sig, og sá þá hve tómt og
innihaldslaust alt hið andlega líf hans haíði verið fram á
þennan dag, og hann, sem nú var um fertugt, sá að hann
hafði spilt hálfri æfinni í hugarórum og villumyrkri. Hann
vaknaði og sneri við og varð ekki aðeins guðrækinn held-
ur einnig rjettrúaður, rammkatólskur. Og nú hefur hann
nýlega samið hina ofannefndu stóru og merkilegu bók um
æfisögu Jesú Krists, sem er rituð með svo miklu sann-
færingarafli og andagift og brennandi kærleika til Frels-
arans, að sumir kaflar hennar minna á brjef Páls postula,
eða hið óviðjafnanlega Jóhannesar guðspjall.
Pegar vantrúaðir rithöfundar í katólskum, einkum róm-
önskum löndum, breyta hugarfari sínu og verða trúrækn
ir, breytast þeir vanalega algjörlega, og hverfa undir væng
kristindómsins og katólskunnar. Alt öðru máli er að
gegna með rithöfunda í prótestantiskum, einkum norræn-
um löndum. Ef að þeir fara að hneigjast til guðrækni,
ganga þeir sjaldnast inn í þjóðkirkjurnar en mynda sjer
sjálfir trúarskoðanir eða hallast að ýmsum sjerkenningum.