Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Qupperneq 111
Æfisaga Krists
skorður. Staðhæfingin um ódeilileg atóm, sem öll eftia-
fræði og eðlisfræði áður var bygð á, er að kollvarpast,
því að nú er ef til vill ekkert til, sem má nefnast atóm,
að minsta kosti ekki ódeililegt, og efnið, materian, er ef til
aðeins samspil ýmsra krafta, sem menn ekki heldur vita
neitt um með vissu. Og síðan Einstein kom fram með
og færði sönnur fyrir skoðunum sínum á alheiminum og
kröftum þeim, sem í honum ríkja og hreyfast, — en þær
kollvarpa að mörgu leyti þyngdarlögmálinu og öðrum
lögum Newtons, — er ptolemeiska heimskerfið kannske
eins rjett eins og hið koperniska. Nú eru menn aftur farn-
ir að tala um kristalshiminn, eftir að þessi hugmynd hef-
ur verið hædd og smánuð í 30C ár. Kannske er hinn
sýnilegi alheimur aðeins eitt efni eða efnasamband, þar
sem himinhnettir og allar verur og hlutir og kraftar
hringsólast í, eins og hin svonefnda atóm í mólekyli og
ekkert sje til, sem heiti eða megi nefnast rúm, tími og
hreyfing.
Jafnlítið sem vjer þekkjum umheiminn, þekkjum vjer
oss sjálfa eða vitum hvaða kraftar búa og ríkja t oss.
Vjer getum ekki stöðvað slög hjartans eða andardráttinn,
getum ekki þrengt eða víkkað blóðkerin eða hækkað og
lækkað blóðþrýstinguna af sjálfsdáðum. Vjer höfum mjög
lítil áhrif á hreyfingar og starf magans og annara melt-
ingarfæra og meltingarkirtla og ekki heldur á hina innri
starfsemi æxlunarfæranna og á hina dásamlegu myndun
hins líkamlega lífs í móðurkviði. Vjer getum ekki stjórn-
að, ekki minkað eða aukið æxlun og vöxt líkamafruml-
anna. Enginn getur aukið einni alin við hæð sína eins og
Meistarinn sagði. Og jafnlítið vald höfum vjer yfir sálar-
kröftunum, vitum næstum ekkert um starfsvið undirmeð-
vitundarinnar og sterkasti sálareiginleikinn, viljinn, er
hjá flestum ærið veikur og skorðaður, nema að hatin sje
leiddur og studdur af sterkari vilja eða lífsskoðun.