Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Blaðsíða 117
Um ættgengi
117
atriði er því, að komast að raun um hverjir eiginleikar
ávinnist, og hvort þeir, eða nokkrir þeirra, gangi í erfðir og
hvernig ættgengi þessi eigi sjer stað. Vegna þess að nýtt
stofnunarsnið kemur stöðugt til sögunnar, þegar um tvtkynja
æxlun er að ræða, hefur próf. Johannsen gert flestar tilraunir
slnar á einkynja jurtum. Einkum eru tilraunir hans með
baunafræ orðnar frægar um allan mentaheiminn. Hann valdi
sjer mismunandi stór fræ, og athugaði svo afkvæmi hvers
þeirra í mörgum ættliðum, til þess að komast að raun um,
hvort mögulegt væri að breyta sjálfum tegundunum í ákveðna
átt með sjerstakri útvalningu. Hann kallar þessa aðferð meg-
inreglu beinu línanna (de rene Liniers Princip). Með þessum
rannsóknum sínum komst hann að þeirri niðurstöðu, að teg-
undirnar breytast ekki við arfgengi áunninna eigin-
leika í ættir. Hann álítur að þessar tilraunir hreki úrvals-
kenningar Darwins.
Hið ofanskráða er auðvitað aðeins örlítill snefill af kenn-
ingum og tilraunum prófessors Johannsens. Til þess að geta
fengið fast tangarhald á skoðunum hans, verða menn að
þaullesa bók hans. Ættgengisrannsóknir á einstaklingum og
tegundum, sem hafa tvíkynja æxlun, er langtum erfiðari, og
hjer skal aðeins getið, að höfundurinn skýrir nákvæmlega frá
lögum Mendels (1822—1884), hins fræga austurríska ábóta,
um arfgengi, sem hann hallast að, að mörgu leyti. Rann-
sóknir og tilraunir bæði Johannsens og Mendels virðast hrinda
höfuðkenningum Darwins um uppruna tegundanna, og einkum
þeirri skoðun, að áunnir eiginleikar gangi í erfðir. Þeir
viðurkenna ekki heldur kenningar VVeismanns og Huxleys um
almætti úrvalsins. Aftur á móti hallast Johannsen að sumu
leyti að skoðunum Hugo de Vries um gjörbreytingar (muta-
tionir), þ. e. a. s. að náttúran geti stundum tekið stór stökk og
skapað eða framleitt ný einkenni eða tegundabreytingar (typur),
en mótmælir þó fastlega, að öll framleiðsla og þróun lífsins á
jörðunni verði skýrð með þeim eða byggist á þeim.
Markmið höfundarins er þó alls ekki það, að rannsaka
uppruna tegundanna, heldur það, að bregða nýju ljósi yfir
ættgengisrannsóknir nútímans. Hann leggur sjerstaklega mikla
áherslu á hið svonefnda stofnunarsnið, eðlið í lífsfræi manna,
dýra og jurta; hann ítrekar þó einnig, hve mikil áhrif hin
ytri kjör hafi á einstaklingana, en neitar að árangurinn af
þessum kjörum, hinir áunnu eiginleikar einstaklingsins, gangi í
ættir, og hrekur kenningar hinna forngrísku rithöfunda og
sömuleiðis skoðanir eldri og yngri vísindamanna, svo sem