Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Qupperneq 118
Hjúkrunarfræði og lækningabók
118
Vilmorins, Huxleys, Darwins, Galtons o. m. fl., sem hjeldu
þessum kenningum á lofti eins og heilögum sannleika, og
segir að glósur þeirra um eðlilega þróun, »baráttu fyrir lífinu«,
»eðlilegt úrval« og um »atavismus« sje ekki annað en hljóm-
andi málmur og hvellandi bjalla og standist ekki vísindalega
gagnrýni. Vald. Erlendsson.
Hjúkrun sjúkra. Hjúkrunarfræði og1 lækninga-
bók eftir Steingrím Matthíasson.
Bók þessi, sem er í tveimur bindum, samtals 568 bls.
að stærð, er hinn mesti þarfagripur. Hún grípur yfir ótrúlega
mikið og margbrotið efni, og þó verður ekki annað sagt en
að höfundurinn hafi leyst verkið snildarvel af hendi. Bókin er
að ytra frágangi vel úr garði gerð hvað prentun og pappír
snertir og prentvillur fáar.
Fyrri hlutinn, »Hjúkrun sjúkra« er auðvitað sjerstaklega
ætlaður hjúkrunarkonum og nemendum, og geta þær numið
allan bóklegan fróðleik af honum, sem þeim er þörf á að
kunna. f’ví þótt efnið sje viðfangsmikið, er öllu svo ljóslega
og greinilega niðurraðað, að ekki er neinni meðalgreindri
stúlku ofvaxið að læra helstu greinir hjúkrunarfræðinnar af
bókinni.
Hjer er hvorki tími nje rúm til að minnast sjerstaklega
á einstaka kafla eða atriði; þó vil eg geta þess, aðmjerfinst
kaflinn um böð og bakstra1) of stuttorður, því að ekkert er
svo mikilvægt fyrir hjúkrunarkonur að kunna til hlítar, sem
að leggja bakstra á rjettan hátt; sama gildir um að stjórna
sjúkraböðun ijettilega. í kaflanum um hin merkustu lyf er
einnig farið nokkuð fljótt yfir sögu, því að þýðingarmikið er
það að hjúkrunarkonur þekki nöfn á helstu lyfjum. Af svefn-
lyfjum eru aðeins talin þau almennustu og t. d. ekki hin
ágætu og hættulausu lyf, adalin (Bayer), verantin og somnifen
(Rocke).
Um bruna og kal er höf. einnig of stuttorður, því að á
íslandi er kal að minsta kosti alltítt. Miklu betri en vaselín
og kartöflumjel held eg sjeu lapissmyrsli og hreinar umbúðir,
en best eru þó vismutbindi og hreinar umbúðir eins og höf.
getur um.
Seinna bindið, Lækningabókin, er að öllu leyti gagnleg
og vel skrifuð bók, sem hver heimilisfaðir og húsmóðir hafa
nytsemd af að lesa og kynna sjer vel; og þótt bókin sje rit-
uð á vísindalegum grundvelli, er framsetningin svo auðskilin
‘) Rækilegar um þetta efni má lesa í Eimreiðinni XXII. árg., bls. 77.