Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Blaðsíða 121
Bad Nauheim
Baðbrunnarnir eru merkastir og vatnið í þeim hefur mest-
an lækningarkraft. Til þess að það tapi engum krafti, er þess
gætt vel og vandlega, að það vatn, sem notað er til baða,
komi hvergi undir bert loft fyr en í baðkerunum, er menn
fara í bað. Er mjög erfitt að gæta þess; tók jeg þegar eftir
því að vatnið var eigi jafnsterkt í einu helsta baðhúsinu báðu
meginn við anddyri baðhússins, sem baðgestir komu fyrst í
og biðu í; sagði eg lækni mínum frá því, og kvað hann það
Gosbrunnur og nokkuð af baðhúsunum.
rjett athugað. Menn vissu eigi vel af hverju þetta væri, en
líklega væri það af því, að sá hluti baðhússins væri fjær upp-
sprettunni, þar sem vatnið væri daufara. Jeg gætti þess eftir
þetta að fara jafnan í bað þeim megin, sem vatnið var
sterkara og áhrifameira, því að jeg þoldi vel sterk böð og
þótti þau best. Var hægt að fá það með því að biðja um
það. En flestir munu aldrei hafa tekið eftir þessu, og þeir,
sem eru mjög veikir, þola eigi löng böð nje mjög sterk.
Böð þessi lækna ýmsa sjúkdóma, en einkum eru þau
góð við æðakölkun og ýmsum hjartasjúkdómum. Sje blóð-
þrýstingin of mikil, minkar hún við notkun baðanna, en vex,
ef blóðþrýstingin er of lítil. Þetta verður aðallega á þann
hátt, að kolsýruböðin hafa svo mikil áhrif á húðina, að starf
hjartans verður miklu ljettara en ella.