Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Side 142
142
Bókafregnir
oss Islendinga að sjá, hve mikinn fmugust ýmsir bægrimenn
höfðu á vinstrimönnum, hve sjóndeildarhringur hægrimanna
var í raun rjettri þröngur og hve hleypidómafullir sumir að-
alsmenn voru. Segir höfundurinn skrítna sögu af greifa Carl
Wedell í Wedellsborg, er Berntsen var að koma á skotæfinga-
fjelögum á Fjóni. Greifinn var mjög á móti þeim, en er hann
heyrði að konungi þætti vænt um þau og að skotfjelagsmenn-
irnir reyndust hinir bestu hermenn, þá snerist hann eins og
snarkringla og sagði: • Guð almáttugur, það sem konungurinn
minn vill, það vil jeg einnig«
f>að er ekki undarlegt þótt hægrimenn tækju illa frelsis-
baráttu íslendinga, er þeir voru svo andstæðir öllum frelsis-
hreyfingum í Danmörku, öllum pólitískum framförum bænda
og alþýðu, og almennum rjettindum og hagsbótum almenn-
ings. Það breyttist alt, er vinstrimenn komust til valda.
f>að var bæði fagurt og drengilegt, hve frjálslyndir þeir reynd-
ust íslandi, enda kannast flestir eða allir íslendingar við það.
B. Th M.
Arne Möller. Islands Lovsang- g'ennem tusind
Aar, Kbh. 1923, (Gyldendal) 186 bls, verð 5 kr. Fjelagar
í dansk-íslenska fjelaginu fá hana á 2 kr. Um bók þessa
hefur verið ritað f ýms íslensk blöð og tímarit og skal því
eigi fjölyrt um hana, þótt hún sje þess verð. Höfundurinn
hefur unnið þaift verk, að rita bók þessa uin hið merkasta í
hinum andlega kveðskap íslendinga frá upphafi og fram á
vora daga, þvf oflftið hcfur verið að því gtrt áður. Sfðast í
bókinni eru þýðingar eftir sjera Þórð Tómasson af nokkrum
passíusálmum sjera Hallgríms Pjeturssonar og af •Alteins og
blómstrið eina«; eru þær óvenjulega góðar og nákvæmar.
Báðir þessir kennimenn og Aage Meyer Benediktsen vinna ís-
landi mikið gagn með því að breiða út þekkingu á því bæði
í Danmörku og vfða á Norðurlöndum.
Tre sagaer om Islænding'er, oversat av Sigrid
Undset. Kria. 1923 (H. Aschehoug) 12 -(- 207 bls. -)- ís-
landskorti, verð 4.50, innb 6,75. Sögur þessar eru Víga-
Glúms saga, Kórmaks saga og Bandamanna saga. og eru
prýðilega þýddar. f>ær koma út í sögusafni, sem heitir »Is-
landske ættesagaer« og er gefið út að tilhlutun ríkismálsmanna.
Fyrsta bindið í safni þessu er Njáls saga, sem prófessor
Fredrik Paasche þýddi. Ríkismálsmenn í Noregi eru sann-
gjarnari við oss íslendinga en landsmálsmennirnir (hinir svo-
kölluðu »maalmænd«). f>á er þeir þýða íslendinga sögur, fá
þær aldrei að heita íslenskar. heldur er gefið í skyn að þær