Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Page 150

Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Page 150
150 Skuldir íslands Skuldir íslands. Eftir þvi sem »Tíminn« skýrði frá 2. júní í fyrra voru skuldir Islands út á við samkvæmt opin- berum skýrslum, sem höfðu þá legið fyrir alþingi, um 50 miljónir kr., þar með voru taldar skuldir verslana, bankanna og landsins. En auk þess skuldar Reykjavíkurbær, segir blaðið, um 5 miljónir kr. erlendis, sem landið alt er í ábyrgð fyrir. í’ar að auki er landið í stórkostlegum ábyrgðum erlendis fyrir 4—5 togarafjelög í Reykjavík og Hafnarfirði. Hið sama blað mun og hafa sagt, að skuldir íslands væru um 60 miljónir kr., þar af um 20 milj. kr. skuldir landssjóðs, en um 40 milj. skuldir bankanna, verslunanna og annara stofnana eða fjelaga. Hver maður á Islandi fæðist því nú með yfir 630 kr. skuld. Það er dálaglegur arfur, sem núverandi kynslóð lætur eftir sig, eða hitt þó heldur, eftir fárra ára sjálfstjórn í fremur góðu árferði. Samt þótti hinu síðasta ráðaneyti þetta eigi nóg, heldur tók það í vetur 200000 pund sterling að láni handa lands- sjóði, og var það 6 miljónir og 600 þúsundir kr. með því verði, sem þá var á ísl. krónum, Við þetta óx skuld hvers mannsbarns á íslandi um 70 kr., svo að nú fæðist þar hvert barn með 700 kr. skuld, og skuldir þjóðarinnar eru um 66 milj. kr. í’að er afarmikið fyrir jafnfátæka og fámenna þjóð sem Islendinga, enda hafa þeir aldrei fyr sokkið svo djúpt ofan í skuldir. Falli gengi íslenskra peninga enn meira, vex skuldasúpan, því að allar skuldir til útlanda á að greiða eftir gengi útlendra peninga, enskra, danskra, hollenskra, eða þeirra landa þar sem lánin eru tekin. Gengi íslenskrar krónu hefur á síðustu árum verið um 46 til 50 aurar gulls, eða tæplega hálfvirði af því, sem hún hljóðar upp á og gilti áður en ísland komst í hið mikla skuldabasl. Aðalástæðan til falls þessa er ofmikil seðlaút- gáfa og hinar miklu skuldir, enn fremur eyðslusemi lands- manna og vantraust á hinu unga ríki. Glöggur útlendingur þarf eigi að dvelja lengi á íslandi til þess að sjá að landinu er illa stjórnað, og að þar er tilfinnanlegur skortur á reglu- semi og eftirliti. Hvergi nema á íslandi geta menn mætt drukknum embættismönnum á götum höfuðborgarinnar og það um hádegisbilið T’að þarf eigi marga slíka menn til þess að kasta dimmum skugga á alla þjóðina. Að slíkt get- ur átt sjer stað, sýnir hvernig landsstjórnin er. Mjög frægur vísindamaður í Veslurlöndum kom fyrir nokkrum árum til Reykjavíkur. Hann var eigi lengi að sjá hvernig Landsbóka- safnið var. Hann kvað það vera hinn dýrasta letigarð í heimi.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn
https://timarit.is/publication/249

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.