Hlín - 01.01.1929, Blaðsíða 12
10
Hlín
»Fundurinn samþykkir að skora á Alþingi að
veita Halldóru Bjarnad. fasta stöðu, sem leiðbein-
anda almennings í heimilisiðnaðarmálum, með við-
unandi launum. Telur starfið hliðstætt garðyrkju-
stjórastarfinu og þurfi því að launast í hlutfalli við
það. Þar sem H. B. hefir í 10 ár unnið að heimilis-
iðnaðarmálum fyrir lítil laun, er því meiri þörf á að
bæta kjör hennar«.
Eftir beiðni leyfðu fulltrúar að allar konur, er fund-
inn sátu, mættu greiða atkvæði um tillögu þessa. Var
hún einróma samþykt og sátu þá fundinn um 150
konur.
XII. Húsmæðmfræðshmiálið aftur tekið fyrir. Tal-
aði frummælandi enn á ný fyrir málinu af mælsku og
fjöri. Lagði síðan fram svohljóðandi tillögu:
»Fundurinn samþykkir að S. N. K. taki þátt í und-
irbúningi stofnunar landssambands ísl. kvenfjelaga,
í Rvík í haust, og kjósi í því skyni 4 fulltrúa úr
Norðlendingafjórðungi«.
Tillagan samþykt með öllum greiddum atkvæðum. —
Kosnar voru:
úr Húnavatnssýslu: Jónína Líndal, Lækjamóti. Til
vara: Sigurlaug Knudsen, Breiðabólsstað. , '
úr Skagafjarðarsýslu: Lilja Sigurðardóttir, Víði-
völlum. Til vara: Guðbjörg Jónasdóttir, Sauðárkróki.
Úr Eyjafjarðarsýslu: Jóninna Sigurðardóttir, Akur-
eyri. Til vara: Guðrún Björhsdóttir, Knararbergi.
Úr Þingeyjarsýslum: Hólmfríður Pjetursdóttir, Arn-
arvatni. Til vara: Kristbjörg Marteinsdóttir, Ystafelli.
Fundi frestað til næsta dags.
Sunnudaginn 23. júní hófst svo fundur enn á ný.
XIII. Frcmtíðarstarfsemi: Svohljóðandi tillaga sam-
þykt:
»Fundurinn felur stjórn S. N. K. að gera sitt ítr-
asta til að útvega menn eða konur þar til hæf, að