Hlín - 01.01.1929, Page 13
Hlm
11
halda fyrirlestra eða námsskeið í deildunum á næst- .
komandi vetri í einhverju af stefnuskrármálum fje-
lagsins. Leyfir fundurinn sjer að benda á Ragnar
Ásgeirsson garðyrkjustjóra til þessa starfa, væri
hann fáanlegur«.
XIV. Tillaga kom fram og var samþykt um að Huldu
Stefálisdóttur, Þingeyrum, væri sent svohljóðandi,
skeyti: »1 fullu trausti þess að kvennaskólinn á Blöndu-
ósi væri best kominn í yðar höndum, óskar Sambahds-
fundur norðlenskra kvenna einÖregið, að þjer gefið
kost á yður að veita honum foi’stöðu«.
Einnig sendi fundurinn Kristjönu Pjetursdóttur
svohljóðandi skeyti:
»Blessun fylgi framtíðarstarfi þínu á Laugum.
Aðalfundur S. N. K.
Síðan þakkaði form. fulítrúunum fyrir samvinnuna
og sagði fundi slitið.
Kristbjörg Jónatansdóttir, sem hefir veifð form. S.
N. K. síðastliðin 6 ár, ljet nú af því starfi. Þakkaði
Hólmfríður Pjetursdóttir henni mikið og velunnið
starf og óskaði þess að konur mættu sem fyrst sjá hana
aftur í formannssætinu.
Að kveldi hins fyrsta fundardags flutti frú Sigrún
Blöndal, Mjóanesi, formaður Sambands austfirskra
kvenna, erindi um heimilisiðnað, — annan daginn
Sveinbjörn Jónsson byggingameistari á Knararbergi
um nýtísku eldhús og urðu umræður á eftir. Að þeim
loknum var sest að kaffisamdrykkju með ræðuhöldum
og söng, er stóð fram yfir óttu, og veitti Þingeyska
kvenfjelagið þar af rausn og prýði.
Að jafnaði sátu fundinn 150—200 konur.
f hinum nýreista húsmæðraskóla var sjerlega álitleg
heimilisiðnaðarsýning opin alla fundardagana, sem