Hlín - 01.01.1929, Page 16
Í4 Htin
hjeðan úr Stykkishólmi og greitt hjúkrunarkonu, alls
um kr. 6300.00.*
Um síðustu áramót átti fjelagið auk þess hjerumbil
kr. 3500.00 í sjóði á vöxtum.
Stykkishólmi 20. Apríl 1928.
Magðalena Halldórson.
Kvenfjelag 'Gaulverjabæjarhrepps
var stofnað 25. maí 1914 með 35 meðlimum. Fjelags-
lögin voru að miklu leyti sniðin eftir lögum eldri kven-
fjelaga í nágrannasveitum, en höfð dálítið rýmri,
vegna þess að fjelög þau, sem við höfðum til hliðsjón-
ar voru eingöngu líknarfjelög.
Tilgangur fjelagsins er fyrst og fremst sá, að sam-
eina krafta okkar kvenna, til þess að hjálpa eftir mætti
þeim, sem erfiðast eiga í sveitarfjelaginu, þó sjerstak-
lega fátækum sængurkonum. í öðru lagi stuðla að því,
að konur innan sveitarinnar geti kynst, og þar með
gefist betra tækifæri til þess að hver geti af annari <
lært það sem betur má fara, og síðast en ekki síst er
það áform fjelagsins að hlynna að ósvikinni menningu
í sveitinni.
1 byrjun átti fjelagið ekkert, nema árstillög fjelags-
* Greimargerð frá sjúkrasysturinni í Stykkishólmi.
Haustið 1922 rjeðu >Hrings«-konur mig til þess að stunda
sjúklinga, þar sem með þyrfti og heimilisástæður væru slæmar.
Jeg hefi 480 kr. í kaup yfir árið, þar af borgar >Hringurinn«
helminginn, en hreppsfjelagið hinn helminginn. Þegar jeg er
hjá sjúklingum, á jeg að hafa 1 krónu á dag og fæði.
Stykkishólmi 1. maí 1928.
Hólmfríður Siguröardóttir.