Hlín - 01.01.1929, Side 25
Hlln
28
efni, sem líkaminn þarfnast í hæfilegum hlutföllum, og
matreitt þannig, að það sje holl og góð fæða. Innlend
reynsla er fyrir • þessu hvað kýrnar snertir, og hví,
skyldu mennirnir vera öðruvísi?
í- fángahúsinu á Arnarhóli þrifust fangarnir sæmi-
lega af þessari útvigt: Karlmaður: 1 fjórðung af harð-
fiski og 5 merkur af smjöri tii vikunnar, og drykkjar-
biöndu eftir þörfum, sem var áætlað 1 pottur af sýru.
Þetta kostaði 22 Rd. um árið. Kvenmaðurinn fjekk
tæpan þriðju'ng minna. Þetta var fyrir og um aldamót-
in 1800.
Svo virðist sem aðrar þjóðir keppi að því að búa
sem mest að sínu, og það ættum vjer líka að gera, eítir
því sem frekast er unt, jafnframt því, sem mataræðinu
yrði breytt, eftir því sem vísindaleg þekking ræður til.
Dönsk kona, Birgitte Berg Nielsen, hefir verið
brautryðjandi þar í landi á þessu sviði. Hún hefir
skrifað matarfræði og gert skrá yfir efnasamsetningu
hinna ýmsu fæðutegunda og metið næringargildi
þeirra með efnafræðislegum rannsóknum, sem hún
hefir sjálf gert. Bók hennar kom út 1920, prentuð sem
handrit til afnota við hússtjórnarskólann, sem hún
veitir forstöðu og heitir bókin »Næringsmiddellære«.
Slíkt rit þyrftum vjer að eignast, lagað eftir íslenskum
ástæðum, með skrá yfir efnasamsetningu þeirra fæðu-
tegunda, sem hjer ættu helst að notast. Dr. Jiirgensen
hefir gefið út skrá, er sýnir efnasamsetningu fæðuteg-
undanna, hún er til prentuð og því mjög greinileg. En
nákvæmastar og yfirgripsmestar eru skrár Dr. Kö-
nigs, því þær ná ekki aðeins yfir næringargildi fæð-
unnar, heldur einnig yfir notagildi hennar, ásamt fjör-
efnahlutföllunum. Þó yfrleitt sje ekki mikill munur
á þessum skrám, hvað hlutföllin snertir, þá er enginn
vafi á því, að vjer þurfum að byggja á hjerlendum
rannsóknum og fylla skrárnar með þeim fæðutegund-