Hlín - 01.01.1929, Qupperneq 35
Hlín
33
yrðin til að vernda hann, hversu fegin sem við viljum.
Rauðakrossdeildin telur okkur ekki trú um það, að við
sem setið höfum í vanþekkingarmyrkrinu, og erum
orðin heimsk af því, verðum á augabragði vitur, því
að þáð væri á móti eðlilegum þroska mannanna. Hún
veit vel, að erfitt starf er fyrir höndum, sem kostar
mikla sjálfsfórn og sameinaða krafta margra manna,
sem verja bestu árum æfi sinnar í þjónustu mannkær-
leikans. — Því miður verður mörgum kalt, sem gera
það að lífsstarfi sínu að þíða klaka mannlífsins, kalt
fyrir samúðarleysi og misskilning þeirra, sem utan við
baráttuna standa. — Við, sem hjer erum saman kom-
in, ættum öll að gera það að áhugamáli okkar, að styðja
starf Rauðakrossdeildarinnar. Hún vill græða sár
allra, hún spyr ekkert um það hvaða stjórnmálaflokk
eða stjett þú tilheyrir, ekki heldur um fátækt eða ríki-
dæmi, heldur aðeins um það, hvort þú þarft fræðslu
og hjálpar á einhvern hátt, hún vill vernda vorgróður
mannúðar og þekkingar, og heilög skylda okkar er að
hjálpa til þess á allan hátt. — í sambandi við þetta
dettur mjer í hug það, sem eitt af okkar ágætu skáld-
um segir í kvæði sem heitir: »Kveiktu ljósið«:
Hvar sem manninum mætir
Einhver mannúðar blær,
Ljómar hádegi hjartans,
Sem til himnanna nær,
Þar er heiðríkja hugans,
Þar á heiftin ei skjól,
Gegnum kaldlyndisklakann
Skín þar kærleikans sól.
•
Rauðakrossdeildin hefir einmitt með höndum það
starf, sem kveikir ljós og skapar vor, ef mennirnir
vilja vakna af vetrardvalanum. Það starf kemur ekki
v 3