Hlín - 01.01.1929, Page 43
Hlín
41
Næst góðri eldavjel, mun húsmóðirin kappkosta að
hafa nægilegt heitt vatn til notkjunar, hvenær sem er.
(Jeg geri ráð fyrir því sem sjálfsögðu, að í eldhúsinu
sje vatns- og skólpleiðsla, það er nú orðið svo aígengt,
sem betur fer, og má líka heita ómissandi). — Vatns-
pottur á eða í eldavjelum þykir nú orðið ófullnægjandi.
Heita vatnið þarf að fást í krana úr þrýstileiðslu eins
og kalda vatnið. Til þess eru ýmsar leiðir. Þar sem
miðstöðvar eru, hafa menn vatnshitunardunk í sam-
bandi við þær, en sá Ijóður er á þeirri ráðstöfun, að
þegar ekki er lagt í miðstöðina, fæst ekkert heitt vatn.
Best er því að láta vjelina sjálfa hita vatnið, og er auð-
velt og ódýrt að útbúa það. — Þar sem rafmagn er til
notkunar, getur maður haft heitt vatn allan ársins
hring með litlum tilkostnaði, en raf-vatnshitunartæki
eru dýr í fyrstu. — Þareð svo víða eru að koma smá-
rafstöðvar til sveita, væri mjög nauðsynlegt að géfa út
leiðbeiningar um val á raftækjum og notkun þeirra,
því ekki er von, að fólk finni það út af eigin rammleik.
Mætti styðjast við norska og sænska bæklinga, sem
komið hafa út á síðari árum. Raftækin eru sem sé af-
ar misjöfn að gæðum, og notkunin getur auðveldlega
farið í handaskolum. — -
í hverju góðu eldhúsi eiga að vera 2 vaskar (skálar),
önnur til að þvo upp í, en hin til að helfa í skólpi. Það
er auðvitað áríðandi, að þær sjeu á heppilegum stöð-
um í eldhúsinu. — Það er ekki gott að fastákveða hver
tegund sje best, en gleraðar járnskálar eru mest notað-
ar. — Bekkinn eða borðið, sem uppþvottaskálin er í,
þarf vel að vanda, Því þarf að halla vel að skálinni,
þola vatnssull og vera ljett að hreinsa. Er vandfundið
efni til þessa, og vil jeg helst nefna gleraðar flísar eða
heilsteyptar steinplotur.
Við eldhússkápana hefir alls ekki verið lögð nægi-
leg. rækt. Þeir eiga vitanlega ekki að vera nein rusl-