Hlín - 01.01.1929, Síða 47
Hlín 45
frekari umhugsunar um eldhúsin og tiihögun þeirra.
væri nokkuð unnið.
Það eruð þið, sem notið eldhúsin, og þið verðið að fá
því til leiðar komið, að við smiðirnir gerum þau hag-
anlega úr garði fyrir ykkur.
Heimilisiðnaður.
Vefnaður.
í fornritum vorum er oft minst á stofu- og skála-
búnað, og þar átt við ofin eða saumuð skrauttjöld og
hægindi, sem menn prýddu híbýli sín með við hátíðleg
tækifæri. — Fornmenn tjölduðu á sama hátt búðir
sínar á Alþingi, og kirkjurnar voru lengi fram eftir
öldum tjaldaðar, þegar mikið var við haft.
Það hefir frá alda öðli tíðkast meðal þjóðanna, að
prýða híbýli sín með tjöldum, ofnum eða saumuðum.
Jafnvel meðan þjóðirnar engan varanlegan samastað
áttu, en reikuðu um með hjarðir sínar, prýddu þær
tjöld sín með skrahtdúkum. — Tjaldbúð ísraelsmanna,
sem nákvæmlega er lýst í Gamla testamentinu (2.
Mósebók 35.—38. kap.), skýrir frá skrauttjöldunum,
sem þar voru notuð, til að prýða tjaldbúðina og skifta
henni sundur með.*
* »AUar hagvirkar konur spunnu með höndum sínum, og bái;u
fram spuna sinn: bláan purpura, rauðan purpura, skarlat og
baðmull. Og allar konur, sem til þess voru fúsar og höfðu
kunnáttu til, spunnu geitahár............ Þá var fortjaldið gert af
/