Hlín - 01.01.1929, Síða 56
54
Hlín
tjöld. Óbleiktur tvistur er bæði sterkari og ódýrari en
bleiktur og þvæst vel (verður ágætlega hvítur). Hann
ætti að nota til rúmfatnaðar og í handklæði og óvantl-
aðri borðdúka, ef hör er ekki notaður. — En hörinn
er sjálfsagður a. m. k. í ívaf í handkíæði og borðdúka,
bæði fallegur og sterkur og þvæst vel, og þótt hann sje
nokkuð dýrari en bómull í svip, þá er því vel til kost-
andi.
Vefnaðurinn er að ryðja sjer til rúms hjer á landi
að nýju, gömlu vefstólarnir eru dregnir fram af
skemmuloftunum og dubbaðir upp, það er eins og vefn-
aðurinn sje íslendingum svo í blóð borinn, að þeim
þyki öllum gaman að honúm, sem kynnast honúm.
En kennararnir, sem mótað hafa nýtískuvefnaðinn
íslenska, hafa allir lært erlendis, svo fram að þessu
hefur vefnaðurinn ekki bygst á íslenskum grundvelli,
því miður, eins og eðlilegast og rjettast hefði verið.
Okkar vefnaður er þó að engu leyti ómerkilegri en
frændþjóða okkar, fáar gerðir að vísu, en hreinn og
fallegur stíll — og íslenskv/r. Það eitt var ærið nóg
til að nota hann, én ekki eingöngu útlendu fyrir-
myndirnar. — öllum þjóðum er það mikið metnaðar-
mál að rifja upp og halda við öllum gömlum vinnu-
brögðum, láta þau ekki týnast. Þann metnað þurfum
við líka að eignast. Það var sjerstök hepni, að gamla
íslenska flosinu, glitinu og spjaldvefnaðinum varð
bjargað frá glötun, það mátti ekki tæpara standa. Því-
lík minkunn, að láta þær vefnaðargerðir týnast, sem
allir, er vit hafa á, dást að. — Því ey miður, að margt
af hannyrðum okkar og vefnaði er eflaust týnt. Vís-
urnar, sem síra Stefán ólafsson í Vailanesi orti á 17.
öld, bera vott um það.