Hlín - 01.01.1929, Qupperneq 62
60
Hlín
vetur. Stendur þetta fjelaginu mjög fyrir þrifum, að það þarf
að flækjast úr einum stað í annan og á hvergi höfði sínu að
að halla.
Á námsskeiðinu voru 10 nemendur: 3 úr Reykjavík, 2 úr
Húnavatnssýslu, 1 úr N.-Þingeyjarsýslu, Dalasýslu, Snæfellnes-
sýslu, Rangárvallasýslu og einn af Akureyri.
Að afloknu námsskeiðinu var haldin sýning á því, setn
unnið hafði verið. Sýndu eigendur Nýja Basarsins fjelaginu
þá velvild, að lofa því að hafa sýninguna þar. Var það al-
mannarómur, að sýningin Væri hin prýðilegasta, og þóttu lit-
irnir fallegir á hinum ýmsu munum, er ofnir höfðu verið.
Ef jeg ætti mjer eina ósk fyrir hönd Heimilisiðnaðarfjelags-
ins, þá myndi jeg óska þess, að það ætti, eða hefði umráð
yfir hæfilegu húsnæði fyrir sig; undir því er allt starf og
framtíð fjelagsins komið. Verðum við konur að bera svo gott
traust til landstjórnar þeirrar, er nú fer með völd, að hún
greiði úr þessu á viðunandi hátt. Hefir hún sýnt það í verki,
að hún vill á allan hátt greiða fyrir verklegum framkvæmdum
bænda, svo að mjer þykir líklegt, að hún verði ekki síðri við
okkur konur, þá er hún sjer, að það getur orðið bæði ein-
stakling og þjóðarbúinu í lieild til hins mesta gagns.
Reykjavík, 28, juní 1929.
Guðrún Pjetursdóttir,
formaöur.
Barnafræðsla í handavinnu.
(Tillögur sendar fræðslumálastjóra).
F*að hefur mikla þýðingu, að handavinna sje tekin upp
meðal námsgreina barnaskólanna, henni eykst álit við það,
bæði í meðvitund barnanna og heimilanna. En handavinnan,
sem kend er, þarf að standa í nánu sambandi við daglega
lífið, veita trygga undirstöðu í algengum vinnubrögðum, alt
sem gert er verður að stuðla að því. Og um leið þarf að
venja börnin á að vanda sig og keppast við, vekja1 smekk