Hlín - 01.01.1929, Side 65
Hlín
63
unum, sett síðan niður í jörðina. Þetta hlífði heyjum ágætlega
á sumrum, bæði fyrir vatni og veðrum.
Með þessu móti notaði maður vel allan úrgang úr ullinni,
svo ekkert ónýttist, en var til stórbóta fyrir heimilin, til þess
sem það þjenaði. S. K.
íslenskt togflos.
Einskeftuvefnaður: Tvö höföld, tvö skammel. Uppi-
staða: Tvinnaður togþráður, jafn og vel snúinn. í-
vaf: Band, einfalt eða tvinnað eftir stærð. Skeið: 50
tennur á 10 cm. — Einn þráður í hafaldi, einn í tönn.
Þrinnaður togþráður, ekki harðsnúinn, er lang-
fallegastur í flosið sjálft. — í vandað flos var notað
dregið tog áður fyr, en flosið getur verið mjög fallegt,
þó það sje saumað úr vjelunnum togþræði. — Flosið
verður að vera þjett, svo að ekki grisji í grunninn.
Það er hæfilegt að hafa 2—3 skil af ívafi milli saum-
uðu flosraðanna. Flosið er saumað með nál yfir einn
þráð í senn og æfinlega frá vinstri til hægri handar og
jafnan saumað yfir sömu þræðina.
Þegar lykkjan er gerð, er saumgarnið lagt wpp á
vefinn, þegar seinna sporið er gert (kappmellan) er
það lagt fram á vefinn. Bæði á rjettu og röngu mynd-
ar flosið aftursting, helmingi smágerðari á röngu en
á rjettu.
Þegar komnar eru 3—4 umferðir saumaðar, er
klipt upp úr lykkjunum og greitt yfir með greiðu.
i Flosið verður jafnara með því að kemba það jafnóð-
um, og þarf ekki eins mikillar aðgerðar við, þegar það
er tekið niður. Auðvitað þarf að klippa það og jafna,
þegar búið er að »dampa« það með þykkum klút bæði
á rjettu og röngu.
Grunnurinn á íslensku flosi var æfinlega svartur, en
í uppistöðuna má nota hvaða lit sem er.