Hlín - 01.01.1929, Page 67
Hlín (55
er líka langfallegast, fer sjerstaklega vel við íslensku
uppdrættina. — Við skulu,m halda fast við glitið okk-
ar og útbreiða það.
Brynhildur Ingvarsdóttir.
(Á 10. örk eru mýndir aí íslensku flosi og glitvefnaði).
Garðyrkja.
Skýrsla.
um umferfyarlcenslu í garöyrkju í Skagafjarðarsýsln
sumarið 1928, send garðyrkjunefwl landsfundarins
frá 1926.
Þegar það var ráðið í byrjun ársins 1928, að jeg
tækist á hendur leiðbeiningar í garðyrkju hjer í sýsl-
unni sumarið 1928, varð það mjer mikið umhugsunar-
og áhyggjuefni, hvernig framkvæmdum yrði hagað
sem kostnaðarminst og notadrýgst. Tók jeg þá það ráð
að skrifa brjef í alla hreppa sýslunnar, bæði um til-
högun starfsins, eins og jeg hafði hugsað mjer það,
og hvern kostnað það hefði í för með sjer. — Jeg gerði
þá þegar ráð fyrir, að einn unglingur frá hverjum bæ,
sem unnið væri á, fylgdi mjer yfir daginn og ynni með
mjer þann dag allan. (Jeg vann oft á 4—6 bæjuni sam-
dægurs). En ein stúlka (eða unglingur) úr hverjum
hrpppi ynni á námskeiði hjá mjer á Víðivöllum 4—6
daga að vorinu, meðan jeg væri að laga til í mínum
garði, taka upp og útbúa plöntur, sem jeg farga (því
jeg býst við að láta það af plöntum, sem jeg get mist,
5