Hlín - 01.01.1929, Side 74
72
II lín
ur um, þegar þess er minst, að allur iðnaður á íslandi
til forna og langt fram eftir öldum, var heimilisiðnað-
ur, að vaðmál var þá helsti gjaldmiðill íslendinga, og
að fram á vora daga var alin vaðmáls verðmælir vor.
Jeg ætla ekki að sinni að fara út í það, hvað valdið
hafi afturför heimilisiðnaðarins. Að nokkru liggja til
þess eðlilegar orsakir, eðlilegur vöxtur þjóðfélagsins,
frá því að vera fjöldi heimila, sem hvert um sig eru
sjálfu sjer nóg í flestum greinum, og eru því í raun
rjettri ríki út af fyrir sig, til fastara og fjölbreyttara
þjóðskipulags, meiri samvinnu og meiri og hagrænni
verkaskiftingar og vinnuskipulags.
Jeg ætla að halda mjer við heimilisiðnaðinn eins og
hann er nú, eða eins og hann kemur mjer fyrir sjónir
á þessum sýningum. Því sýningarnar, sem nú er verið
að halda, hafa enn aðra þýðingu en þá, að vera undir-
búningur landssýningar 1930. Þær eru að miklu leyti
mynd af heimilisiðnaði þjóðarinnar eins og hann er á
þessum tímum, og eru að minsta kosti einasti vegur-
inn til að kynnast ástandinu, vegna þess að engar
skýrslur eru til um þessa iðju vora.
Jeg ætla þá, að hið fyrsta, er læi’a má af sýningun-
um sje það, að heimilisiðnaðurinn sje þó ekki eins lít-
ill að vöxtum og alment er álitið, og sje hann því, að
þessu leyti í framför. Hitt er ahnað mál, hvort sú
stefna, sem hann hefur tekið sje rjett. Sýningarmir
gefa oss góða hugmynd um þetta atriði, eða um hlut-
föllin milli vinnutegundanna. Þar koma tölumar oss
til hjálpar. Vil jeg nú í fáum orðum skýra frá því, sem
læra mátti í þessu efni af sýningunum, sem jeg var á í
Múlasýslum í fyrrasumar og síðastl. vor. Á 9 sýning-
um, sem jeg var á, voru samtals um 1120 munir. Af
þeim voru 975 munir kvennavinna, en 145 munir karl-
mannavinna. Af kvennavinnunni var 401 munur prjón-
les, en 210 munir vefnaður, — Þessar tölur sína ótví-