Hlín - 01.01.1929, Page 87
Hltn
85
hefur sem sje aldrei glatað sjálfri sjer. í því er fólg-
inn sigur hennar og hrós, að hún hefur metið sál sína
meira en verkin, andann meira en efnið.
í baráttu vorri fyrir þjóðlegri menningu vantar oss
líka trú. Jeg á þar ekki aðeins við trú á svokallaða yf-
irnáttúrlega hluti og kraftaverk, oss vantar lílca trú
á það, en jeg á við trú í víðari merkingu, trú á lífið í
heild sinni, trú á sjálfa oss, trú á það, að þessi þjóð
eigi einhverja köllun, eitthvert hlutverk að inna af
hendi í hinum mikla leik lífsins. Og oss vantar þá eig-
inleika, sem eru förunautar sterkrar trúar, en það er
vilji og starfsþróttur. Mjer finst stundum eins og dáð-
leysi efans liggja sem farg á þessari þjóð. Vjer þurf-
um að hrinda því af oss.
Jeg mintist á Alþingishátíðina 1980 í upphafi máls
míns. Jeg er að vona að þessi minningarhátíð verði
oss til blessunar á þann hátt, að hún treysti bönd
æskulýðs þjóðarinnar við sögu landsins og fortíð. Jeg
geri ráð fyrir, að flestir kennarar hafi reynt það, að
unglingum fer mjög aftur í þekkingu á sögu þjóðar-
innar. í þessu virðist mjer liggja einna stærst hætta
fyrir þjóðmenningu vora, einmitt á þessum tímum.
Það gerir ekkert til þótt annarlegir straumar berist
hingað og rót komist á hugsunina — einmitt það er
einkenni vors og gróanda, — það gerir ekkert til, ef
fortíðin er nógu vakandi í vitund vorri. Þá er vöxtur-
inn trygður. Jeg er að vona að 1930 fari þjóðleg vakn-
ing um landið, og jeg þykist þess fullviss, að hún blási
nýju lífi í heimilisiðnað vorn og þjóðlíf,