Hlín - 01.01.1929, Page 92
90
Httn
Húsafelli, Þorsteins Jakobssonar og Ingibjargar Jóns-
dóttur. Drengurinn þáði góðgjörðir af nesti okkar, og
faðir minn lagði eitthvað í lófa hans fyrir mjólkina.
Við kvöddum svo þennan prúða pilt og báðum hann
vel fara. Að skilnaði bað faðir minn hann að bera for-
eldrum sínum kveðju frá sjer, og mintist þess, að hann
oft hefði komið að Húsafelli áður fyr í ferðalagi milli
Suður- og Norðurlands. Þessi piltur er Kristleifur á
Stóra-Kroppi í Borgarfirði, giftur Snjáfríði Pjeturs-
dóttur frá Grund í Skorradal, og eru þau bæði talin
með mérkasta fólki í sínu hjeraði; hann vel metinn
fræðimaður og hún hin ágætasta kona.
Snemma var lagt af stað næsta morgun, og var nú
áfanginn að ná til Viðeyjar. Veðrið var ágætt, en full-
heitt. Við koraum að Kárastöðum I Þingvallasveit, fór-
um af baki fyrir neðan túnið, sprettum af hestum og
gengum síðan heim tröðina að bænum. Þar hvíldum
við okkur um stund og drukkum kaffi. Þegar við fór-
um, fylgdi húsbóndinn okkur niður fyrir túnið og
hjálpaði okkur af stað. Eftir litla stund heyrum við
kallað, svo undir tók í hálsunum, og þegar við litum
við, sjáum við mann koma hlaupandi á eftir okkur.
Halldór bróðir minn reið á móti honum, og var erindið
að koma með vetlínga, sem eftir höfðu orðið á tún-
garðinum, svo hjelt hann heim til sín og við áfram
ferðinni. Að Kleppi komum við laust fyrir háttatíma.
Einar, svo hjet bóndinn, tók af okkur hestana og flutti
okkur út í Viðey. Nú var lokið ferðinni að norðan, og
við komin á höfuðbólið Viðey, þar sem margir ágætis-
menn þjóðarinnar höfðu átt heima og alið aldur sinn.
Nú bjó þar á eignarjörð sinni, Magnús Stephensen,
sonarsonur Magnúsar konferensráðs, hins mikla og
fjölhæfa framfaramanns pg föðurlandsvinar, og móð-
ursystir mín, Áslaug kona hans, hin ágætasta og merk-
asta kona. Hún er fyrir mörgum árum flutt hingað til