Hlín - 01.01.1929, Side 103
Hlln
101
gengin úr móð áður en þau eru hálfslitin. Tískan veit
hvemig á að fara að því að kenna fólkinu eyðslusemi.
Klæðnaður og heilbrigði: Margt er nú skrafað um
það manna á milli, að fólkið, einkum kvenfólkið, klæði
sig ekki hyggilega, þegar tillit er tekið til veðurlagsins
og legxi landsins hér norður undir heimskautabaug, og
er 'síst á það skraf bætandi. — Silkisokkarnir hneyksla
menn mest, en sokkarnir eru síst verri en útlendi kven-
búningurinn í heild, eins og hann er alment tiðkaður
hjer á landi: Berir handleggir, háls og brjóst, pils uppi
á hnjám, ljelegur nærfatnaður og skór. — íslendingar
eru að verða svo hjegómlegir í klæðaburði, að útlend-
ingum, sem hingað koma, þykir nóg um. Frakkneskur
blaðamaður, sem hjer er, hafði orð á því og tók til
þess, að kvenfólkið hjerna skyldi vera stuttklæddava en
í Parísarborg. — Kona, sem hingað kom frá Englandi
til dvalar um tíma, hafði með sjer skó, sem þóttu full-
góðir hefðarkonum þar í landi, en þeir voru ekki nógu
fínir hjer, svo að hún setti þá aldrei upp, meðan hún
dvaldi hjer. — Ung kona, nýkomin frá Noregi, búsett
hjer, sagðist ekki hefði árætt að fara út á götu heima
hjá sjer á jafn-fínum skóm hversdagslega og ungar
stúlkur hjer í Reykjavík nota alment. Vinstúlkur sín-
ar myndu spyrja sig, hvort hún væri alveg af göflunum
gengin að ganga svona búin til fótanna hversdagslega.
Ferðamenn íslenskir, sem fóru víða um Norðurlönd sl.
sumar, höfðu orð á því, þegar þeir komu aftur, að
stúlkur í Noregi og Svíþjóð klæddust víðast ullarsokk-
um, og þeim þó nokkuð þykkum, þótt um hásumar
væri.
Á sjúkrahúsum landsihs eru jafnan fleiri konur en
karlar, og fleiri konur leita læknis. Þetta stafar að
líkindum meðal annars af inniveru kvenfólksins, en ef-
laust á klæðnaðurinn líka drjúgan þátt í heilsuleysi
kvenna. — Læknarnir þurfa að taka duglega í lurginn