Hlín - 01.01.1929, Page 128
126
tílín
leggja til höfuðstafinn. Móðurlandsást og matarást eru
eitthvað í venslum.
»Móðurjörðin matinn besta, manni býr við kærleiks-
eld«, sagði einhverntíma hagyrðingur. — Aðrir geta
bætt við.
Vjer eigum mörg fögur kvæði um móðurland vort.
Skáldin keppast við að kveða því ástarljóð og lof. Þjóð-
in syngur þau hrifnum,huga og fjöllin bergmála söng-
inn til þakklætis. Hver vill eigi syngja með: »Jeg vil
elskamittland«.—En ástinerekki áhrifalaus, eigiheld-
ur móðurlandsástin. Ein af verkunum hennar er hug-
arylur til eigna og einkunna hins elskaða. Þetta er svo
undantekningarlaus regla, að maður getur dæmt um
ást sína eftir því. — Móðurlandið vort blessað leggur
oss margt í hendur úr skauti sínu. Það býðst til þess
að fæða oss og klæða. Og vafalaust eru gjafi'r þess oss
hollastar. En hve hugþekkar eru þær oss? — Jeg ætla
ekki að þessu sinni að tala um klæðnaðinn; en matinn
vildi jeg minnast á; mjer þykir hann svo góður. —
öldum saman hefir land vort fóðrað oss íjenað til
fæðunota — gefið mjólk og kjöt. Veit jeg, að hverjum
íslendingi er geðþekt kjötið, þegar það er feitt, en
»Fleira er matur en feitt kjöt«. Tilbreyting er líka
nauðsynleg þegar til lengdár lætur.
Jurtaríki landsins hefir ekki verið fjölgæft til
manneldis, enda er oss minna gefið um fæðuföng það-
an. Vjer vorum býsna seinir að taka upp jarðeplarækt
og rófna. Nú er þó útlit fyrir, að jafnvel melar lands
vors geti verið akurlendi þeim gróðri. Ýmsar græn-
metisjurtir erum vjer nú að læra að rækta, og hugboð
mitt er það, að vjer munum geta yrkt og átt íslenskt
korn.*
* Hjer vildi jeg fara nokkrum orðum um ýmsar matjurtateg-
undir, sem land vort er fært um að framleiða til matar og