Hlín - 01.01.1929, Page 132
130
Hlin
svipinn vera mjer um megn, en gat þó ómögulega
neita'ð síðustu bæn deyjandi tnanns. Þetta rjeðist þá
svo, að ekkillinn fluttist til mín með báða drengina
sína. Við giftumst eftir eitt ár. Ungi maðurinn, sem
með mjer er, er stjúpsonur minn. Þeir bræðurnir báð-
ir hafa reynst mjer engu miður en mín eigin börn.
Mjer varð koma feðganna á heimili mitt til hinnar
mestu hamingju og blessunar, og jeg reyndi í þessu
sem öðru handleiðslu Guðs, sem aldrei bregst«. Eftir
stundarþögn bætti konan við í klökkum rómi: »ó,
hvað mig langar til að geta gefið einhverjum aumingj-
anum, sem situr í myrkri vantrúarinnar mína trúar-
vissu og traust á Guði«.
Hin stutta kynning við þessa trúuðu konu verður
mjer jafnan í minni. Það er svo fágætt að heyra menn
hafa einlægni og djörfung til að játa trú sína afdrátt-
arlaust. — Og ástúð unga mannsins gagnvart stjúp-
móðurinni virtist mjer svo frábær og ólík því, sem
venjulegt er, að jeg óskaði af heilum hug, að dæmi
hans mætti verða sem flestum til eftirbreytni, því all-
víða brestur mikið á, að gamalmennin njóti þess hlý-
leika og þeirrar nærgætni, sem þeim ber, og er þeim
ómissandi til þess að geta lifað glöðu og rósömu lífi
um æfikvöldið í vernd og skjóli hinna yngri manna.
Ritað í maí 1929.
S. K.
I