Hlín - 01.01.1929, Síða 136
134
Hlín
Smákaflar
úr efnafræði Helga Hermanns Eiríkssonar kennara.
Ildi eða súrefni (oxygenium) er loftkent frumefni
heldur þyngra en andrúmsloftið. Það sýnist venjulega
litarlaust, en er himinblátt að lit, sem sjest, þegar það
er þjett eða mikið af því, eins og þegar horft er í
fjarska, þá sýnast fjöllin blá og himininn, en það er
blái litur ildisins sem þar sjest. — Venjulega er það
lyktarlaust, en ,sjerstök samsetning af því, sem heitir
Ozon (frb. óðson) og hefur 3 eindir (atóm) í hverri
sameind (mólekyl), í stað tveggja í venjulegu ildi, hef-
ir ilmsúra lykt. Það er lyktin af þurrum þvotti og vor-
lyktin í byrjun gróandans á vorin, því »ozon« mynd-
ast helst við klofning vatns við öra uppgufun eða
klofning ildis við hægfara ildun. — Þegar menn, dýr
og plöntur anda, draga þau að sjer loft og þar í ildi.
í öndunarfærunum sameinast ildið ýmsum efnum í
blóði dýranna og safa jurtanna, og verður af því hiti,
sem er misafnlega mikill eftir þyí, hve öndunin er ör.
I mönnum t. d. er þessi efnasameining, þessi bruni,
nægileg til þess að halda blóði og líkama manna 37
stiga heitu. Hjá mörgum dýrum og jurtum er aftur
öndunin svo hæg og hitaframleiðslan svo lítil, að hita-
stig lofts og lagar ræður meiru.
Steinolía og gas er samsett af kolefni og vetni. í
steinolíulömpum dregst olían upp eftir kveiknum, guf-
ar upp, klofnar og brennur í loftinu (þ. e. sameinas^
ildi þess), sem streymir upp með loganum. Glös eru
sett á lampana til þess að kolsýran og vatnsgufan, sem
myndast við brunann, streymi upp um þau og sogi
meira loft inn að brunanum á eftir sjer. Á þann hátt
kemst nægilegt ildi að loganum til þess að brenna alveg