Hlín - 01.01.1929, Qupperneq 142
140
Hlín
Rökkursaga.
Það var eitt kvöld í skammdeginu á bæ á Norður-
landiv fyrir 50 árum, að alt fólkið var "Samankomið í
baðstofunni.: Ekki var búið að kveykja, svo stúlkurnar
höfðu lagt frá sjer rokkana og tekið prjónana sína;
sumir piltarnir þæfðu sokka, en aðrir kembdu ull fyr-
ir þjónusturnar sínar. — Börnin ljeku feluleik frammi
í bænum og stukku við og við út á hlað í frostið og
kyrruna. — Tvær gamlar konur ræddu hljóðlega um
liðna tíma og endurfundi á æskuheimilinu. Þær voru
systur, fæddar og uppaldar á þessum sama bæ, en nú
nýlega orðnar ekkjur, höfðu giftst með eins árs milli-
bili. Á þeim var lítill aldursmunur og þær samrýndar
í hug og hjarta. Annars voru þær ólíkar að lundarfari
og ásýnd, en æfikjör þeirra voru lík, óslitin barátta
fyrir börnum og búi.
Unga fólkið, sem hafði hlustað á gömlu konurnar
um hríð, færði sig nú nær þeim og bað þær, eins og
svo oft áður, að »segja sjer nú eitthvað gamalt«. Þær
höfðu einmitt verið að tala um heiðarverur sínar á
æskuárunum. »Voru það ekki skemtilegir tímar«
spurði unga fólkið, »að sofa í tjöldum og vaka löngu,
björtu vornæturnar við að tína fjallagrös?« — Ekki
vantaði það, að við hlökkuðum til í fyrsta sinni, er við
fengum að fara á grasafjall, þegar við systur vorum
14 og 15 ára gamlar; og það þó við þyrftum að tví-
menna »karlveg« á þófa, sem var álitið heldur lítils-
virðing fyrir stúlkur í þá daga.
Móðir okkar tók saman matarforðann: flatkökur,
smjör, fisk, hákarl, magál, hangikjöt, útiþurrar, harð-
ar silungsreiður, mjólk í kút, og skyr og graut í koll-
um. Saumað hafði verið tjald úr áklæðum og brfekán-
um, því mosalitaða tjaldið hennar ömmu var útslitið.