Hlín - 01.01.1929, Qupperneq 143
Hlín
141
Við lögðum af stað af afhallandi nóni, eða jöfnuði
beggja nóns og miðaftans, eins og þá var kallað, og
vorum fimm í hóp, auk flutningsmanns. Við tvær syst-
ur, gömul kona, bróðir okkar 17 ára og stúlka af næsta
bæ, ung og kát.
Þega'r kom út í óttarshagann vestan við Sandvatn,
var tjaldið fjötrað niður, bygðar hlóðir úti til elda-
mensku, og búist um eftir bestu föngum. — Við flutt-
um með okkur falinn eld í ösku og taðflögum í fötu,
og átti Sigga gamla að gæta hans kvölds og morgna,
s,vo aö aldrei dæi glóðin í hlóðunum. Otsýnið var fall-
egt þetta kvöld vestan við Sandvatnið með fjallsgnýp-
una andspænis til austurs. Himbriminn söng langar
nótur og trallaði, og við keptumst á um að herma eftir
honum, svo hann kom nær og hlustaði, en oftast var
hávellan einráð um að kvaka.
Þegar við vorum búin að dubba okkur upp til grasa-
tekjunnar út í móana, flaug spóinn alt í kring um okk-
ur með snjöllum, hvellandi lotusöng. Lóan stökk af
einni þúfu á aðra og bað svo blítt og innilega að láta
»bíða kyrt« í kyrðinni hreiðrið sitt nýbygða með al-
eigu sinni og yndi. Við systkinin hlupum með hlátri og
hrindingum vestur heiðina, því bróðir okkar vildi
glímusprett til að býrja með. Þá byrjaði nú fyrst leit-
in eftir grösunum, og var komin nærri því tína í ,pok-
ann hjá Siggu gömlu, þegar við vorum farin að þekkja
grösin á þúfum og lendum. Þegar leið að miðnætti fór
okkur að syfja, unga fólkið, og líka að kólna, og sárna
gómarnir á lynginu og dögginni. Þá var nú glíman
sjálfsögð, en þá fór svo, að bróðir okkar, þó elstur
væri, hafði ekki roð við yngri systur sinni, jók það
mjög á kapp hans og ólæti. Svo var kveðist á og sung-
ið. Stundum kom það líka fyrir í grasaferðum að tek-
ið var undir með mörgum röddum af góðglöðu ferða-
fólki, sem kom úr kaupstaðnum í stórum lestum með