Hlín - 01.01.1929, Page 160
158
Hlín
Svo er annað fjelag innan safnaðarins, alt ungar og
ógiftar stúlkur, sem vinna á líkan hátt og eldra fje-
lagið og verður mikið ágengt. Þær hafa gefið út mat-
reiðslubók á ensku mjög'vandaða, sem þær seldu fyrir
dollar; svo hafa þær gefið út aðra bók mikið vandaða
fyrir dollar og 50 cent. Þær hafa selt mestu undur af
þessum bókum og grætt mikla peninga fyrir utan ýmsa
muni sem þær hafa búið til og selt. Samskonar kven-
fjelög hafa hinir tveir söfnuðirnir úti á landsbygðinni.
Hinn fyrsti islendingur sem settist að hjer í þessu
plássi var Gunnlaugur Pjetursson frá Hákonarstöðum
á Jökuldal og eru nú. fimtíu og f jögur ár síðan. Með því
byrjaði innflutningur í þetta pláss af íslendingum.
Flest af þessu fólki var af Austurlandi og mest Vopn-
firðingar.
Nú er það skiljanlegt, að fjöldi af því fólki, sem
flutti hingað frá íslandi fyrir 50 árum, er dáið og ný
kynslóð, hjer innfædd, komin í staðin með hjerlenda
mentun og hugsunarhátt. B. J.
Frá Kvenfjelagi á SJceiðum í Árnessýslu er skrifað
á útmánuðum 1929: Fjelag okkar er fáment og fátækt
og fremur athafnalítið, þó var fyrir hjálp þess haldið
uppi þriggja mánaða unglinga námsskeiði í vetur,
próf nýafstaðið. — Námsskeið þetta gafst ágætlega,
kennari áhugasamur og húsakynni sæmileg. — Ung-
lingarnir þroskuðust vissulega þennan tíma, og er því
almenn ánægja yfir þessu fyrirtæki. — Væntanlega
nýtur fjelagið einhvers styrks úr ríkissjóði. Nemend-
ur voru 15, allir hjeðan úr sveit. Þetta eru nú hin
helstu afrek fjelags okkar þetta síðasta ár. —