Hlín - 01.01.1929, Síða 163
Kvennaskólinn á Blönduósi.
Kensla hefst í skólanum 25. sept. í haust og stendur til 20.
júní.
Kent verður: Hússtjórn, vefnaður, allskonar kvenfatasaum-
ur og önnur handavinna og karlmannafatasaumur í sjerstakri
deild. — 1 bóklegu er.aðal-áhersla lögð á íslensku og reikning.
Inntökuskilyrði í skólann eru þessi:
a. Að umsækjandi sje ekki yngri en 18 ára.
b. Að hann liafi engan næman sjúkdóm, sje hraustur og heilsu-
góður og sanni þetta meft læknisvottorði.
c. Að hunn hafi vottorð um góða hegðun.
d. Að helmingur af skólagjaldi og fæðisgjaldi sje greitt við inn-
töku, og ábyrgð sett fyrir eftirstöðvum.
e. Að umsækjandi sanni með vottorði, að hann hafi tekið fulln-
aðarpróf samkvæmt fræðslulögum. ella gangi undir inntöku-
próf, þegar hann kemur í skólann.
Skólagjald er 75 kr. um námstímann.
Nemendur hafa haft matarfjelag og skólinn sjer um allor
nauðsynjar.
Skólinn leggur námsmeyjum til rúmstæði með dýnum. Annan
sængurfatnað verða þær að leggja sjer til, svo og góðar hlífð-
arsvuntur, handklæði og mundlínur (serviettur). — Æskilegt er
að sem flestir af nemendum hafi með sjer saumavjel. — Nem-
endur hafi með sjer eina eða fleiri flíkur til að sníða upp úr eða
gera við. Þeir hafi og með sjer sálmabók, Passíusálma og texta
við íslenskt söngvasafn. — Umsóknir um inntöku í skólann
sendist formanni skólastjórnarinnar, Þórarni Jónssyni á Hjalta-
bakka. Vefnaðarnámsskeið verður að líkindum haldið vorið
1930. Námstími 6—8 vikur.
HÚ SMÆÐRAFRÆÐSLA.
í Mjóanesi á Fljótsdalshjeraði er haldinn skóli fyrir stúlkur
frá 1. nóv. til 3. maí. Kent er: Saumaskapur, vefnaður, þvottur,
ræsting. Auk þess bóklegar námsgreinir 3 stundir á dag, svo
sem: íslenska, danska, reikningur, bókmentasaga o. fl.
Nemendur greiði 75 kr. um mánuðinn. — Nánari uppl. gefur
Sigrún P. Blöndal, Mjóanesi.
Símstöð: Hallormsstaður.