Rökkur - 01.06.1952, Síða 6
54
R Ö K K U R
í þann veginn að spretta upp úr stólnum, og brosti þá mark-
greifinn og lækkaði seglin:
„Það er um okkur öll það sama að segja, að við eigum dóm
forlaganna yfir höfði okkar. Enginn má sköpum renna. Og
eg gæti því við bætt, að sérhver okkar getur búizt við því
hvenær sem er, að hönd forlaganna grípi inn í líf okkar. Þér
hafið orðið að sætta yður við þann dóm forlaganna, að búa
við einveru, lemstraður, hrelldur, einmana, sífellt í heiftar-
og hefndarhug — og eg að sætta mig við að sefa yður, reyna
að koma yður í gott skap, kæri vinur.“
Twily mælti mjúkum rómi og Sir Róbert fannst hver hreyf-
ing hans, hvert orð, blæbrigði raddarinnar, allt — bera vitni
um dulda, smánarlega löngun tii að kvelja, svo að hann spratt
á fætur eins og dýr, sem býst til varnar, veifandi handleggs-
stúfnum, en markgreifinn horfði á hann af nokkurri undrun.
„Herra minn,“ sagði hann lágum rómi. „Hví verður yður
svo mikið um það, sem eg sagði?“
„Twiley," svaraði Sir Róbert og stillti sig sem bezt hann gat
og mælti lágt, „eg nota yður, af því að þér hafið hæfileika til
þess að vera skósveinn, og þér hlýðið mér, af því að þér megið
til, en — markgreifi — það væri óhyggilegt af yður í fyllsta
máta að gera uppsteit, ógna mér, eða reyna að hindra áform
mín, en gerið þér það, skuluð þér, svo sannarlega sem guð er
til, fá að kenna á því, — þótt eg sé maður bæklaður.......Ó,
fari hann í helvíti.“
„Vissulega, Robert, eg er yður alveg sammála, ef þér eigið
við hinn göfuga jarl á Weybourne, já, vitanlega, um hann vor-
uð þér að hugsa.“
Hann kinkaði kolli og leit á stúfinn.
„Leyfið mér að taka undir formælingarorð yðar. Eg geri
það af öllu hjarta. Og enn frekar vegna þess, að konan hans,
hin fagra greifynja, hefir alið honum son og erfingja. Það eru
ekki allir sem verða slíkrar blessunar aðnjótandi. Sannast að
segja hefði Japhet Scropé, jarl af Weybourne, átt að vera
dauður fyrir ári síðan, en það dróst fyrir yður — og nú nýtur
hann lífsins. Þessi skrjóður eignast börn, á fjölda vina, en við,
kæri Robert, rétt drögum fram lífið —“
„Það er grábölvað —“
„Vissulega, grábölvað, — en það leikur annars ekki allt í
lyndi fyrir hönum. Eg hefi gleymt því, að hann hljóp hastarlega
á sig í ræðu í lávarðadeildinni fyrir skemmstu, er hann varði