Rökkur - 01.06.1952, Síða 7
R Ö K K U R
55
uppreistara-þorparann Cobbett, og bakaði sér með því óvirð-
ingu, og lenti í flækjum, sem hann aldrei losnar úr, ef málið
gengur sinn gang fyrir dómstólunum — og með því að leggja
inn orð hér og þar, skrifa blöðunum bréf, gefa réttum yfir-
völdum bendingu og svo framvegis, ætti að vera unnt að eyði-
leggja alla hans framtíð. Þér hafið víst ekki, af tilviljun, lesið
grein um ræðu hans í Gazette?“
„Eg — eg held nú ekki.“
„Nú, jæja, eg hefi eintak af blaðinu hérna. Hérna er blaðið,
maður minn, lesið það, gleypið í yður það, sem hann segir —
meltið það. Og eg vona, að mín lítilfjörlega aðstoð megi verða
til þess, að Wrybourne fái að lokum sín laun fyrir“ — og hann
leit sem snöggvast á stúfinn — „Það, sem hann hefir aðhafst
— laun eins og hann hefir til unnið, og eins og við teljum á-
kjósanlegt. En nú mun eg, kæri Bob, hverfa til herbergis míns,
og fá mér blund, kannske mun mig dreyma yður — eða um
þann örlagadóm, sem yfir honum vofir.“
Og Twily markgreifi kinkaði kolli brosandi og hvarf á
braut.
Vart var hinn síbrosandi, mjúkmáli maður horfinn, er Sir
Robert opnaði dyrnar og inn kom hávaxin, gráhærð kona,
kinnfiskasogin, grönn, og mundi svipurinn hafa verið hörku-
legur, ef ekki hefði verið einhver glettni í brosi hennar og
mildinni sem oftast kom fram í augum hennar, er hún horfði
á heiftþrungna manninn, sem beðið hafði komu hennar.
Hún lokaði dyrunum á eftir sér, gekk með hermannlegum
skrefum yfir gólfið, lokaði grindaglugganum allharkalega,
krosslagði hendurnar á brjósti sér, og horfði jafn þungbúin á
Sir Róbert og hann á hana, og hristi gráu lokkana sína og mælti
tll hans á einkennilegri, skozkri mállýzku:
„Jæja, svo að svarthærði markgreifinn er farinn — fjand-
inn hirði hann — og þú þarft á mér að halda, til þess að hressa
upp á allt og sjálfan þig líka.“
„Nei, því er ekki svo varið,“ sagði hann þrálega og tók
fréttablað sér í hönd, „eg vil fá að vera einn.“
„Og samt er ekki einmanalegri maður til í öllum heiminum
en þú, er það ekki svo, Robert. Og þú þarft á Elíasbetu gömlu
að halda.“
„Það er satt,“ tautaði hann. „Eg er einmana, en eg þrái ein-
veruna. Svo að þú skalt fara, Elisabet."
„Eg held nú síður,“ sagði hún stuttlega, þreif stól og settist