Rökkur - 01.06.1952, Qupperneq 9
R Ö K K U R
57
andvarpaSi lítið eitt — „þótt þú misstir hönd þína, sem þú
hafðir margt illverkið unnið með, því að manns bani hefirðu
orðið oftar en einu sinni — þá hefir missirinn fært þér það
sem langtum betra er.“
„Ha, og hvað gæti það svo sem verið?“
„Þína gömlu Elísabetu — því að hingað er hún komin þín
vegna. Og auman og hrjáðan fann hún þig, ó, hjartað mitt,
ef þú hefðir ekki haft mig mundir þú liggja í gröf þinni nú.“
„Já, það er orð og að sönnu,“ tautaði hann og leit á stúfinn,
og var sem hrollur færi um hann. „Kannske er það bezt — og
þar sem þú hefir aftur fært mér lífið, Elísabet, mun eg leitast
við að koma góðu til leiðar.“
„Róbert, eg vona að það, sem þú hyggst fyrir sé frá guði
komið, en ekki markgreifanum svarta og fyrirlitlega.“
„Við hvað áttu, Elísabet?“
„Við hvað eg á, — eg á við morð? Heyrði eg það ekki með
mínum eyrum, er eg lagði eyra við skráargatinu áðan. Ætl-
arðu að losna við fjandmann þinn, Rab, með því að myrða
hann?“
„Nei, nei, Elísabet, nei, nei.“
„En þú hefir tekið ákvörðun um, að hann skuli láta lífið —“
„Ekki skyndilega; slíka miskunnsemi má eg ekki sýna hon-
um, nei, eg mun fara þannig að, að hann viti, að dauðinn
sé alltaf á næsta leiti — hægt og hægt, langa lengi — þar
til —“
„Þannig hugsarðu þér að koma fram hefndum — og að
hvaða gagni mætti það koma þér? Þegar þið börðust, þú og
jarlinn af Wayborne, þá var það heiðarlegur bardagi, eins
og þegar barizt er í Hálöndunum.“
„Jú, Elísabet, en í Hálöndunum fara þeir einnig eftir því
sem skrifað stendur: Auga fyrir auga og tönn fyrir tönn.“
„Ef til vill, Rab, en þú ert nú enginn Hálendingur, en það
er eg, Elísabet McGregor, en þú ert nú Lágskoti, og verður
aldrei annað, svo að ekki hefir þú tekið hefndarlöngunina í
arf frá forfeðrunum.11
Þetta var nú meira en Sir Róbert gæti þolað og hann hvessti
á hana augun með hnyklaðar brúnir, en svo brosti hann, næst-
um fagurlega, enda hafði enginn séð hann brosa svo nema hin
trygga barnfóstra hans, og nú brá hann fyrir sig sömu mál-
lýzku og Elísabet talaði og sagði:
„Haltu þér á mottunni, kerling, — og gættu þess að auga