Rökkur - 01.06.1952, Qupperneq 11
RÖKKUR
59
„Já, þegar eg hugsa út í það — þú hefir kannske rétt fyrir
þér — eg mundi veslast upp, deyja.“
„Eg veit það,“ sagði Elisabet og kinkaði kolli, „eg veit allt,
sc. allt, mundu það, að eg er eina móðirin, sem þú nokkurn tíma
hefir átt.“
„Meira en það, Elísabet. Þú komst mér líka í stað föður og
systkina og — vina. Eg var hræðilega einmana á þeim árum.“
„O-jæja, eg verð víst að fara fram í eldhúsið, þótt betur
falli Betu þinni anganin af öðrum jurtum en laukjurtinni. Og
beindu nú huga þínum að öðru en blóðugum hefndaráformum,
Rabbie.“
II.
Ralph Scrope lávarður var enn drukknari en hann átti
vanda til, en þó eigi svo, að honum yrði ekki hugsað til lafði
sinnar, því að framar öðru vildi hann forðast ásökunartillitið
í hinum fögru augum hennar. Hann reið því út af veginum,
sem há og fögur tré beggja vegna skýldu og prýddu, allt að
inngöngudyrunum á hinu forna ættarsetri. Með því að fara
krókaleiðir komst lávarðurinn að hesthúsinu, þar sem hann
mætti gamla, gráhærða knapanum sínum, sem nú hafði yfir-
umsjon með hestunum hans. Gamli maðurinn hristi höfuðið,
er hann sá hve húsbóndi hans riðaði í hnakkanum og stundi
þungan.
„T-Tom,“ sagði lávarðurinn, sem var mikill maður vexti og
vel vaxinn, og rétti úr sér, Tom, gamli tú-li-pani, eg — eg er
dálítið ken-enndur, svo að spurningin er —“ og hann leit í
kringum sig eins og skólapiltur, sem veit einhverja skömm
upp á sig, — „spurningin er, er lafði mín, konan mín, nokkurs-
staðar nálægt hér, ha, Tom?“
„Nei, lávarður minn, það er hún ekki, sem betur fer.“
„Gott — fyrirtak, hún má ekki sjá mig strax, eg er nefnilega
dálítið kenndur, Tommi, skal eg segja þér.“
„Ralph, lávarður minn — þér eruð hneykslanlega drukk-
inn og ættuð ekki fyrir hennar augu að koma, guð blessi
hana, þessa fögru og gófugu konu, sem ann yður af hjarta,
og hefir áhyggjur af yður, því að tvívegis hefir hún komið hér
og spurt um yður, því að hún er ekki í rónni fyrr en hún veit,
að þér eruð kominn heim heilu og höldnu. Farið nú af baki,
lávarður minn, og farið yður hægt, svo að þér dettið ekki,