Rökkur - 01.06.1952, Síða 15
R Ö K K U R
63
hvarf þegar af andliti hans og hann reis upp til þess að fagna
henni.
Andromeda lokaði dyrunum á eftir sér og gekk nokkur
skref, virðulega og léttilega, inn í stofuna, og nam svo staðar
til þess að virða fyrir sér maka sinn, ákveðinn og svipmikinn
og karlmannlegan. Hann kunni vissulega að bera sig sem að-
aismanni sómdi, en það var eitthvað í fari hans sem læddi að
riönnum þeirri hugsun, að hann hefði siglt um höfin í ævin-
týraleit. Og nú leit jarlinn á hina tígulegu konu sína — starði
um stund á hana í móti, og' veitti því athygli, þrátt fyrir barða-
stóra fjaðrahattinn hennar, sem var einkar snotur, að roði
hafði hlaupið í kinnar henni og að augun hennar fögru virtust
óvanalega björt og skær, hið gljáandi, svarta hár hennar, er
var dökkt sem sjálf skammdegisnóttin — var enn dekkra en
\ analega.
Andartak stóðu þau þannig og horfðu hvort á annað, en á
næsta augnabliki kom hreyfing á þau, og hún hvíldi við barm
hans.
„Andromeda,“ hvíslaði Sam og ýtti dálítið aftur hattinum
hennar, og kyssti hana. „Andromeda mín,“. Svo hélt hann
henni dálítið frá sér og mælti:
„Frú mín góð, er það sólarhitinn sem hefir vermt svo kinnar
þínar, að þú ert svo litverp, eða er sá grunur minn réttur, að
eitthvað hafi orðið til þess að reita þig til reiði. Komdu og
segðu Sam þínum allt af létta.“
Hann leiddi hana að mjúku sæti, setti hana á kné sér, og
virti hana fyrir sér meðan hún lagði frá sér hattinn og dró
af höndum sér hanzka, sem náðu upp fyrir olnboga.
„Jæja, segðu allt af létta,“ sagði hann.
„Já, lávarður minn, nú þegar,“ en er hún sá svip hans hik-
aði hún, hjúfraði sig að honum og mælti lágum rómi: „Þrýstu
mér að þér, Sam minn, því að Japhet, jarlinn, getur enn gert
mik hikandi og hlægilega feimna.“
„Og hví ekki, frú mín, feimnisbragurinn fer þér hið bezta
— gerir jarlsfrúna enn yndislegri og eftirsóknarverðari —“
„Ó, nei,“ hvíslaði hún, „hættu að tala sem jarlinn og talaðu
blátt áfram og eðlilega, eins og Sam, Sam minn, hrjúfur, en
umburðarlyndur að sama skapi, eins og hið trúa, dygga sjó-
mannshjarta þitt segir þér.“
„Komdu þá, hjartað mitt,“ sagði hann og þrýsti henni fastar